fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Aðeins meira um Uppsali

Egill Helgason
Mánudaginn 3. júlí 2017 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson benti mér á þessa mynd af Uppsölum, en um daginn skrifaði ég pistil um þetta hús sem stóð á horni Túngötu og Aðalstrætis. Sigmundur skrifaði fyrir tveimur árum grein um Uppsali og fleiri gömul hús og setti í samhengi við stórkarlalegar nýbyggingar í Reykjavík. Það er mjög athyglisverð lesning.

 

 

Myndin er líklega tekin á bilinu frá 1910-1920 og við sjáum hvað húsið hefur verið geysilega fallegt með turni sínum, spíru og kúlu þar ofan á, tignarlegum gluggum, svölum, tvöföldum dyrum og skilti þar sem nafn hússins stendur – Uppsalir.

Uppsalir koma fyrir í bókmenntum, þar var veitingahús þar sem bæði Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness komu þegar þeir voru ungir menn. Húsið var reist 1902. Hér er mynd frá því það var rifið 1969 – til að rýma fyrir akbraut sem aldrei kom. Þarna var lengi bílaplan uns loks var byggt hús sem bar smá svipmót af Uppsölum – við hliðina á öðru húsi sem líkist Fjalakettinum sem líka var rifin. Svona birtist eftirsjáin í arkítektúrnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“