Það verður að segjast eins og er að maður hafði nokkuð illan grun þegar farið var að vopna íslenska lögreglu á almannafæri undir yfirskini meintrar hryðjuverkaógnar. Það er vitað að innan lögreglunnar eru menn sem þrá að fá að bera byssur – einkum innan embættis ríkislögreglustjóra – þótt þar sé líka að finna aðra sem eru öndverðrar skoðunar.
Frétt sem birtist í DV í fyrradag hefur máski ekki fengið næga athygli. En hún sýnir glöggt hvert stefnir ef hinir byssuglöðu fá að ráða ferðinni.
Lögreglumenn með byssur ráðast inn í hús, miða á fimm ára barn og æpa að því hótanir.