fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Kínversku túristarnir og Santorini

Egill Helgason
Föstudaginn 30. júní 2017 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því var sagt í morgunútvarpinu í morgun að 80 flug á viku yrðu milli Lundúna og Keflavíkur næsta vetur. Það er gríðarlegur fjöldi. Einnig sagði að Kínverjar væru stærsti farþegahópurinn í mörgum vélum sem hingað koma.

Kínverjar eru dálítið einkennilegir ferðamenn. Þeir fara saman í hópum og finnst mikilvægast að láta mynda sig á frægum stöðum. Á Santorini er gríðarlegur sægur af ferðamönnum frá Kína. Það eru miklar sögur af því hvernig þeir leigja sér mótorhjól eða fjórhjól og aka um vegina og valda sér og öðrum gríðarlegri slysahættu. Vegirnir á Santorini, sem eru býsna glæfralegir, máttu kannski ekki við þessu og maður óttast hreinlega að sumir kunni að aka fram af bjarginu.

Ég dvel á eyjunni Folegandros, sem er rúmlega 50 kílómetra frá Santorini, en hér sést aldrei ferðamaður frá Kína. Ég held ég hafi ekki séð einn einasta öll þau ár sem ég hef komið hingað. Eyjan er nokkuð úr alfaraleið – off the beaten track – það er nokkur fyrirhöfn að komast hingað og hjarðtúrisminn er enn fjarri.

Maður veit samt ekki á hverju er von á, það er talað um algjört metár í túrisma í Grikklandi og að tala ferðamanna verði jafnvel 30 milljónir.

 

Mynd frá Santorini, 11 kínversk pör að gifta sig í einu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“