fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Draumur möppudýra, Brave New World og 1984

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. júní 2017 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú hugmynd, komin úr ranni Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, að útrýma reiðufé úr íslenska hagkerfinu og byrja á 10 þúsund og 5 þúsund króna seðlum hefur vakið hörð viðbrögð.

Reyndar eru nokkrir hagfræðingar sem fagna þessu, þar á meðal Jón Steinsson í Bandaríkjunum. Jón vitnar í nýja bók eftir einn lærimeistara sinn, Kenneth Rogoff hagfræðiprófessor. Hún heitir The Curse of Cash, Bölvun reiðufjárins. Það sé notað í skattsvikum og glæpum. En þess er að gæta að bók þessi er tætt í sundur af lesendum sem skrifa um hana á Amazon. Hvorki meira né minna en 63 prósent þeirra sem dæma hana þar gefa henni 1 stjörnu – telja að hún sé hörmuleg.

Annar Íslendingur sem býr í Bandaríkjunum, Jóhannes Björn, skrifar á Facebook:

Hugmyndin (sem möppudýr margra landa eru að reifa þessa dagana) er að leggja niður ALLA peningaseðla. Stærri seðlarnir eru bara byrjunin. Þegar allar greiðslur eru stafrænar vita stjórnvöld nákvæmlega um allt sem við gerum. Það opnast líka sá möguleiki að þeir sem eru „óþægir“ verði flokkaðir sem andófsmenn eða „terroristar“ og kortið þeirra virki ekki lengur. A Brave New World og 1984 í einum pakka.

G. Valdimar Valdimarsson er frammámaður í Bjartri framtíð. Honum líst illa á hugmyndina, segist vona að BF samþykki hana ekki, og gerir skilmerkilega grein fyrir skoðun sinni. Hann segir að einfaldasta leiðin til að sporna við skattsvikum sé að lækka skatta og heldur áfram og talar meðal annars um greiðslumiðlun:

• Það er sjálfsagt að segja skattsvikum stríð á hendur en verðum raunsæ og gætum meðalhófs.
• Það svíkur enginn óvart undan skatti – þar er einbeittur brotavilji og menn finna alltaf leiðir.
• Mér finnst ekki koma til greina að lögþvinga fólk í einhverja greiðslumiðlun sem er í eigu einkaaðila eða banka í eigu vogunarsjóða. Ríkið verður þá að sjá alfarið um alla greiðslumiðlun og afleggja færslugjöld.
• Það eru miklar líkur á að svona aðgerðir búi til nýtt hagkerfi með nýjum greiðslumiðli sem þá gæti til dæmis verð gull, demantar, dýrir skartgripir eða úr. Þetta þekkist t.d í löndum þar sem traust á bankakerfi er lítið.
• Innan ferðaþjónustu til dæmis tíðkast að gefa tips og þar strax kominn vísir að tvöföldu hagkerfi þar sem sumir hafa greiðan og ókotlagðan aðgang að gjaldeyri sem hægt er síðan að nota í viðskiptum við þriðja aðila. Viljum við tvöfaldar verðmerkingar í viðskiptum þar sem uppgefin eru verð í kortlögðum íslenskum krónum annars vegar og “dollaraverð” hins vegar ?
• Tölvuinnbrot undanfarna mánuði á ár hafa sýnt fram á að erfitt er að tryggja gagnaöryggi og sífelldar tilraunir gerðar til að nálgast viðkvæm gögn og misnota. Ef safna á upplýsingum um öll viðskipti einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi í gagnagrunn verða til mjög viðkvæmar upplýsingar á einum stað sem freistandi væri fyrir tölvuþrjóta að ná í og annað hvort selja til þriðja aðila eða krefjast lausnargjalds fyrir.

Ragnar Þór Pétursson, sem skrifar skarpar greiningar í Stundina, leggur út af því hversu litlu Viðreisn nær fram í stjórnarsamstarfinu og hvernig Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess að stoppa málin sem Viðreisn setti á oddinn – og horfa á fylgi samstarfsflokksins, sem er að nokkru leyti klofningur úr Sjálfstæðisflokksins, hverfa í leiðinni. Þannig hefur Viðreisn lent í vandræðum með skatt á ferðaþjónustuna, nýskeð með umræðu um að einkavæða Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nú með þessar óvinsælu hugmyndir um að stoppa skattsvik með að útrýma peningaseðlum:

Hugmyndin er enda eiginlega glötuð. Bæði praktískt og pólitískt. Fyrirbæri allt frá fermingarveislum til persónuverndar eru í uppnámi verði ákvörðuninni fylgt eftir. Og almenningur mun ekki fylgja fjármálaráðherra í þessu máli.

Slíkt má Viðreisn ekki láta gerast. Sjálfstæðisflokkurinn á engin sterkari vopn gegn umbótakröfum en að þæfa mál af þessu tæi. Þegar menn ætla í slag við Sjálfstæðisflokkinn er lykilatriði að hafa á sínum gunnfána vinsælli afstöðuna af tveimur. Viðreisn er því í vanda. Raunveruleikinn er sá að þar á bæ eiga menn hreinlega ekki fyrir kosningaloforðum sínum og tíminn líður hratt.

Tíminn vinnur með Sjálfstæðisflokki enda hagnast engir meira en íhaldsmenn á óbreyttu ástandi.

Það er á endanum úthaldið sem vinnur köld stríð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“