fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Fáránleg efnahagsaðgerð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. júní 2017 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum kynnti Már Guðmundsson seðlabankastjóri hróðugur nýjan 10 þúsund króna seðil. Hann er með mynd af lóunni og Jónasi Hallgrímssyni. Nú tilkynnir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að hann vilji taka þessa seðla úr umferð, granda þeim.

Það verður að segjast eins og er – þetta er einhver fávitalegasta efnahagsaðgerð sem maður hefur heyrt um. Sagt er að þetta sé gert til að sporna gegn skattsvikum. Lokatakmarkið er yfirlýst að útrýma reiðufé þannig að öll verslun fari fram með rafrænum hætti – og loks að allar okkar gerðir og hreyfingar verði skrásettar í tölvukerfum. Upplýsingar af því tagi eru eitthvað það verðmætasta sem stórfyrirtæki búa yfir núorðið.

En hvað er íslenskur 10 þúsund kall há upphæð? Jú, það jafngildir 85 evrum eða 95 dollurum. Seðlar sem eru hærri en þeirri upphæð nemur verða áfram í umferð í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.

Það er líka lagt til að 5000 króna seðillinn verði tekinn úr umferð – aðeins seinna. Eins og við höfum séð undanfarið duga 5000 krónur fyrir einum aðalrétti á íslensku veitingahúsi.

Viðreisn fór í stjórnmál meðal annars til að koma skikki á gjaldmiðilsmálin á Íslandi. Það er líkt og flokkurinn hafi tekið bratta beygju út af þeim vegi og sé lent út í skurði. Og þá kemur einhver svona vitleysa í staðinn.

Á  þessu eru ýmsar hliðar sem ekki eru ræddar. Sumir kjósa að nota reiðufé vegna þess að þá geta ýmsir aðilar ekki fylgst með neyslunni, eins og er ríki tilhneiging til að gera. Öðrum er illa við að greiða færslugjöld sem fylgja kortanotkun. En bankarnir innheimta þau grimmt. Ef reiðufé verður útrýmt verður í raun líka að útrýma færslugjöldunum því ekki verður önnur leið til að greiða fyrir nauðsynjar en með korti eða bankafærslu. Og það er hvergi skráð í lög að fólk sé skyldugt til að eiga viðskipti við banka eða greiða þeim prósentu af launum sínum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“