fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Gleðilega þjóðhátíð!

Egill Helgason
Laugardaginn 17. júní 2017 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin er tekin á Austurvelli 1954, þegar fagnað var tíu ára afmæli lýðveldisins. Við sjáum að öllu hefur verið tjaldað til, því þarna leikur sjálf Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Páls Ísólfssonar – eða maður sér ekki betur en að þetta sé hann.

Segir í blöðum frá þessum tíma að tónleikarnir hafi verið síðdegis. Alþýðublaðið segir að þarna hafi verið flutt Alþingishátíðarkantata Emils Thoroddsen, en hún varð í öðru sæti í verðlaunakeppninni um tónverk á Alþingishátíðinni 1930, á eftir verki Páls Ísólfssonar. Kvæðin í kantötu Emils eru eftir Davíð Stefánsson, Einar Benediktsson og Jóhannes frá Kötlum.

Það mun vera Þjóðleikhúskórinn sem er þarna á sviðinu að syngja með hljómsveitinni, en þarna voru tvær af helstu menningarstofnunum þjóðarinnar glænýjar. Bæði Sinfóníuhljómsveitin og Þjóðleikhúsið tóku til starfa 1950.

Einhvern veginn sér maður varla fyrir sér að svo viðhafnarmikil hátíð yrði haldin í dag. 17. júní er heldur dauflegur núorðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka