fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Hver er strategían?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. júní 2017 07:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef áður nefnt það hér að ef lögreglan ætlar að fara að bera vopn til að vernda fólk á fjöldasamkomum, þá er ærið verk fyrir höndum að þjálfa fleiri lögreglumenn í vopnaburði og afla fleiri skotvopna. Því varla getur eftirlitið bara verið hippsum happs, á fáeinum af þeim fjölmörgu mannamótum sem haldin eru á Íslandi yfir sumarið.

Fjöldasamkomurnar ná hámarki um verslunarmannahelgina, en að auki eru haldin hestamannamót og bæjarhátíðir og margt fleira í þeim dúr. Ef á að hafa vopnað eftirlit með þessu, virðist lögreglan vera alvarlega vanbúin til þess.

Þess vegna er hætt við að maður álykti að þessi gjörningur sé fremur táknrænn en hitt – að þarna sé á ferðinni viss sýndarmennska. Eðli málsins samkvæmt er svona barátta það stundum, en þess þarf að gæta að viðbrögð séu hófleg og virðist ekki fálmkennd. Sumir hafa talað um tilraun til að „normalísera“ vopnaburð lögreglumanna – en varla ætlar maður lögregluyfirvöldum slíkt? Þó er vitað að innan lögregluliðsins eru öfl sem vilja endilega aukna vopnavæðingu.

Hinn bráðgáfaði Guðmundur Rúnar Svansson skrifar pistil um þetta á Facebook og orðar hlutina alveg prýðilega:

Þetta er ekki “slippery slope” rökvillan: Ef það er hugmyndafræði lögreglunnar að hún ætli að vera vopnuð á staðnum ef að hryðjuverkamaður lætur til skarar skríðar virðist nokkuð augljóst að hún þarf að vera það á nánast hvaða mannamóti sem er.

Mannkynssagan er full af stjórnendum, stjórnmálamönnum og herforingjum sem bjuggu sig undir síðasta stríð án þess að hafa neina “theory of mind” um óvininn. Þannig virðast sérfræðingar ríkislögreglustjóra hafa komist að þeirri niðurstöðu að fyrst það hafi verið talsvert um árásir hryðjuverkamanna á fjöldasamkomur síðustu misserin þurfi að gæta þeirra sérstaklega og að hafa það mjög sýnilegt.

Ég myndi telja nokkuð augljóst að það fyrirfinnst ekkert lögmál sem segi að árásir verði bara gerðar á fjöldasamkomur, eða það þurfi að endilega að vera líklegra. Þó terroristanum finnist sjálfsagt betra að drepa sem flesta, þá myndi ég nú samt halda að markmiðið sé fyrst og fremst að skapa ógn og fá athyglina, og það sé fyllilega nóg að drepa “bara” 3-5 eða svo. Og það er hægt að gera nokkuð víða. Sérstaklega ef lögreglan sjálf lætur vita hún verði á stórum mannamótum.

Það virðist frekar ósennilegt að það muni verða vopnuð lögregla á næstunni á árshátíðum meðalstórra fyrirtækja og uppúr og í öllum útskriftum úr leikskóla, opnunum listasýninga og auðvitað alltaf niðri í miðbæ um helgar. En ég stórefast samt um að sérfræðingar ríkislögreglustjóra séu með reikniformúlu sem segi að það verði að láta hryðjuverkaógn öllu smærra en 5000 manns samankomnum slæda þar sem það sé of mikil fyrirhöfn. Jafnvel þó hættumatið sé rétt (sem ég er ekki sannfærður um) sýnist mér að strategían sé ekkert sérstaklega vel hugsuð.

En við verðum að gera eitthvað!!! Hvað með börnin …

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka