fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Tímanna tákn, samkynhneigður forsætisráðherra gamla afturhaldsbælisins Írlands

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. júní 2017 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru í raun ótrúleg tíðindi að samkynhneigður sonur innflytjanda skuli verða forsætisráðherra á Írlandi. En Leo Varadkar sigraði í leiðtogakjöri í Fine Gail stjórnmálaflokknum og tekur á næstunni við sem forsætisráðherra.

Þetta er til marks um stórkostlegar breytingar sem hafa orðið á írsku samfélagi. Ég ferðaðist mikið um Írland þegar ég var ungur maður. Þá var þetta eitthvert afturhaldssamasta þjóðfélag í Evrópu, kirkjan var í raun æðri ríkisvaldinu og beitti sér af hörku. Írar voru innhverfir, fjarska þjóðernissinnaðir og sannfærðir um sérstöðu sína í heiminum – það var heldur vond blanda.

Þegar ég bjó svo í París kynntist ég Írum sem voru eiginlega landflótta undan afturhaldinu. Þarna voru konur sem höfðu átt börn í lausum leik og samkynhneigt fólk sem þreifst ekki á Írlandi. Sérstaklega er mér minnistæður Johnny sem kom frá Dingle á vesturströnd Írlands. Hann var hommi. Um aldamótin 2000 treysti hann sér loks til að fara aftur heim.

Kirkjan á Írlandi hefur misst tökin, ekki síst vegna skelfilegra hneykslismála sem hafa skekið hana. Írar hafa orðið ríkir á alþjóðaviðskiptum og í raun ætti ekki að vera svo mikið því til fyrirstöðu lengur að Norður-Írland sameinist Írska lýðveldinu nema þá gamall þvergirðingur. Efnahagslega væri Norður-Írum líklega betur borgið með frændum sínum sunnan landamæranna en Englendingum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka