fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Hvernig líst þér á Huddersfield?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. maí 2017 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er Huddersfield komið upp í deild hinna bestu á Englandi. Ég hef lengi áformað að halda með þessu liði þegar það kæmi í Úrvalsdeildina. En lengi hefur það virst fjarska ólíklegt. Í gær sigraði Huddersfield í vítaspyrnukeppni i leik gegn Reading sem tryggði liðinu framgang.

Huddersfield er borg í Jórvíkurskíri. Hún er nokkuð stór, þar búa hátt í 170 þúsund íbúar, svo þeir ættu að geta stillt upp þokkalegu fótboltaliði. En frægð Huddersfield í fótbolta er nokkuð forn, liðið vann Englandsmeistaratitilinn þrjú ár í röð, frá 1924 til 1926. Þar til nú hefur liðið leikið í neðri deildum, allt niður í þá fjórðu, í fjörutíu og fimm ár.

Huddersfield komst óvænt inn í þjóðmálaumræðu á Íslandi fyrir nokkru síðan. Þetta var hrunárið 2008. Davíð Oddsson sat fyrir svörum um vaxtastefnu Seðlabankans. Blaðamaðurinn Höskuldur Kári Schram notaði tækifærið til að spyrja þáverandi seðlabankastjóra um vandræði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en þá var komið að því að Vilhjálmur Vilhjálmsson segiði af sér. En Davíð svaraði, nokkuð út í hött:

Hvernig líst þér á stöðu Huddersfield í ensku knattspyrnunni?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!