Við lifum á tíma friðar, frjálsræðis og velmegunar – þótt annað mætti stundum ráða af umfjöllun í fjölmiðlum og umræðum á spjallsíðum.
Eitt sem er til marks um þetta er hvernig ferðalög um heiminn fara sívaxandi. Fólk ferðast ekki á tíma ófriðar, ófelsis og fátæktar.
Það hafa verið fréttir af því að sýslumaður anni ekki útgáfu vegabréfa á Íslandi. Hér á vef NRK sjá að hið sama er uppi á teningnum í Noregi. Eftirsókn eftir vegabréfum er svo mikil að yfirvöld hafa ekki undan og biðtími er kominn í heila tvo mánuði.