Þetta er orðið að frétt í breskum fjölmiðli – nánar tiltekið The Independent. Íslensk ferðaskrifstofa svarar breskum túrista varðandi ferð að flugvélaflaki – og segir að ferðirnar séu ekki nema fyrir þá sem eru í Evrópusambandinu.
Svo rofnar sambandið – og síðar er reyndar beðist afsökunar á þessu. En túristinn, Jenny Skates, móðgast og málið kemst í pressuna.
Þetta verður svo að löngum umræðuþræði þar sem er deilt um Brexit, EES, afstöðu Íslendinga til Breta – og er þar að finna marga vitleysuna og misskilninginn.
En svona er fyrirsögnin í Independent. Íslenski Brexit-brandarinn sem mislukkaðist.