Í eina tíð var það svo að engum þótti treystandi fyrir öryggi Íslands nema Sjálfstæðismönnum. Svona var það á tíma Kalda stríðsins. Sjálfstæðismenn stóðu næstir Bandaríkjamönnum sem tryggðu varnirnar. Þetta var sjálf kjölfestan í utanríkispólitíkinni – og verður að segjast eins og er að allt er miklu ruglingslegra nú en þá.
Í dag kom nýskipað Þjóðaröryggisráð Íslands saman í fyrsta sinn. Svona lítur frétt RÚV af þessum atburði út. Mætti ætla að aftur sé runninn upp tíminn að Sjálfstæðismönnum einum sé treystandi fyrir örygginu.