fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Fáein orð um Jóhönnu

Egill Helgason
Föstudaginn 19. maí 2017 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Kristjónsdóttir var í huga mínum fyrst og fremst mamma hans Illuga vinar míns. Við kynntumst þegar við vorum litlir drengir, við í vinahópnum héldum oft til á heimili hennar á Drafnarstígnum. Jóhanna var oft í burtu á ferðalögum og það ríkti mikið frelsi í húsinu. Seinna voru stundum haldin þar fjörug partí. Og ég kynntist líka Elísabetu og Hrafni.

Þá var Jóhanna blaðamaður á Morgunblaðinu, hún taldist vera í algjörri úrvalsdeild íslenskra blaðamanna; þá var Mogginn meira veldi en hefur þekkst í blaðamennskunni hér fyrr og síðar, gat sent blaðamenn út um allar jarðir. Það tíðkast ekki lengur. Jóhanna stóð aldeilis undir þessu, því hún var eilíflega að uppgötva eitthvað nýtt, hún hafði næga forvitni til að bera – á endanum fór hún til Miðausturlanda og þá var framtíð hennar ráðin.

Hún var einstaklega kjarkmikil kona, aðrir kunna að segja betri sögur af því en ég. Mér fannst það stórmerkilegt að hún skyldi hætta á Mogganum, það var einhvern veginn öruggasta höfn sem blaðamaður gat komist í. En svo rakst ég á hana þar sem hún bar út blöð í Vesturbænum. Og seinna var ég á ferð austur í Skaftafellssýslu og hitti Jóhönnu þar sem hún var að afgreiða í slopp í söluskála við Jökulsárlón. Hún var þar á sumrin – notaði peningana til að dvelja á veturna í Egyptalandi að læra arabísku.

Ég fór aldrei í ferð með Jóhönnu, því miður, þær voru rómaðar ferðirnar hennar. Vegna þekkingar hennar, viðmóts og þess hversu óbangin hún var. Hún var töffari hún Jóhanna. En mamma mín, Guðrún Ólafsdóttir, fór með henni í margar ferðir: Til Írans, Óman, Armeníu og Líbýu – og á fleiri staði held ég. Mamma var svolítið farin að gleyma á þessum tíma – hún er ennþá lifandi en er með alvarlega heilabilun – en mér fannst alltaf gott að vita af henni með mömmu Illuga vinar míns og ég veit að hún gat ekki verið í betri félagsskap.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins