fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Framsókn þyrfti að vera með

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. maí 2017 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir skrifar grein á vef Kjarnans þar sem hún fjallar um stöðu Bjartrar framtíðar í ríkisstjórninni með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn. Ætlar Björt framtíð að þola þetta? spyr Svandís í fyrirsögn og segir svo í lok greinar:

Björt fram­tíð hefur val um að styðja áfram­hald­andi hægripóli­tík og svelti­stefnu eða kanna aðra kosti fyrir umhverf­is- og nátt­úru­vernd, rétt­lát­ara sam­fé­lag, jöfnuð og almennt opin­bert heil­brigð­is- og mennta­kerfi fyrir alla.

Björt framtíð getur semsagt kannað aðra kosti, segir Svandís. Það var reyndar gert eftir kosningarnar, þá tókst ekki að mynda ríkisstjórn fyrr en eftir meira en sjötíu daga. Það hefur meira að segja verið upplýst af Kristjáni Guy Burgess, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, í grein í Skírni að þreifingar hafi verið milli fjórflokksins, Sjálfstæðisflokks, VG, Samfylkingar og Framsóknar.

En ef Björt framtíð ætti að fara að yfirgefa ríkisstjórnina þyrfti hún væntanlega að slíta bandalaginu við Viðreisn. Og aðra ríkisstjórn væri ekki hægt að mynda nema með aðkomu Framsóknar.

Ég spurði Svavar Gestsson, áhrifamann í VG og föður Svandísar, á Facebook hvort Framsókn hlyti ekki að vera með í slíkri stjórn og hann svaraði stutt og laggott:

Já.

Það hefur raunar vakið athygli í þinginu hversu gott samstarf virðist nú vera milli VG og Framsóknar. Liðinn er tími tortryggni og andúðar sem var þegar Sigmundur Davíð og Steingrímur J. leiddu þessa flokka. Katrín Jakobsdóttir er í góðu sambandi við Sigurð Inga Jóhannsson og enn betra við Lilju Alfreðsdóttur.

Miðstjórnarfundur er hjá Framsóknarflokknum nú um helgina. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa aðeins látið í sér heyra fyrir fundinn – þar eru greinilega enn mikil sárindi og er jafnvel talað um klofning. Þó er varla líklegt að þeir láti til skarar skríða á fundinum – eða hafi yfirleitt styrk til þess.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins