Það hefur komið ágætlega í ljós í kosningunum í Frakklandi að tal um að skoðanakannanir standist ekki á lítt við. Skoðanakannanir hafa verið býsna nákvæmar – reyndar fær Emmanuel Macron ívið meira fylgi í kosningunum en spáð var, en það mælingarnar sýndu reyndar að sveiflan var til hans síðustu dagana fyrir kosningarnar. Í París sigraði Macron með 90 prósentum atkvæða – borginni sem þó hefur orðið verst fyrir barðinu á hryðjuverkaárásum. En svona líta tölurnar út á landsvísu.
34 prósenta fylgi Marine Le Pen er þó ískyggilega mikið, því verður ekki neitað. Macrons bíður erfitt verkefni, en með þessum stóra sigri hefur hinn ungi forseti byr í seglin.
Hér má sjá brot úr ræðu hans á sigurhátíð við Louvre-höllina í gærkvöldi, hún er með enskri þýðingu.
En gleðin er ekki alls staðar söm yfir úrslitunum. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins mátti á laugardag lesa þessar fabúleringar um kosningar í Evrópu undanfarið. Þarna skrifar fyrrverandi forsætisráðherra Íslands.