fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Theresa May og frönsku kartöflurnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. maí 2017 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May er að reka nokkuð sérstæða kosningabaráttu. Hún vill ekki mæta pólitískum andstæðingum sínum í sjónvarpi. Það hefði maður eiginlega haldið að væri nokkurs konar skylda í lýðræðisríki – valdamenn eiga varla að geta valið um slíkt.

Hún sagðist ætla að færa baráttuna út til fólksins, hitta það í eigin persónu. Þetta hefur þó aðallega verið í formi funda þar sem fær að koma sérvalið fólk – öruggir stuðningsmenn hennar og Íhaldsflokksins sem trufla hana ekki.

Á einum stað stóð að þetta væri ekki kosningabarátta heldur krýning. En svo næst mynd af Theresu May eins og þessi hér. Það getur oft verið býsna ankanalegt þegar fólk sem er laust við að vera alþýðlegt reynir að vera það.

 

 

May gerist nú býsna þungorð í garð Evrópusambandsins. Hún ásakar það um að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Það er vissulega svo að oft gefur það góða raun í stjórnmálum að taka sér stöðu gegn utanaðkomandi óvinum, sýnast harður og útmála hvað þeir séu skelfilegir. Thatcher tókst meira að segja að gera sér mat úr hinu bjánalega Falklandseyjastríði. May nýtur stuðnings fjölmiðla eins og Daily Mail sem láta eins og þeir sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í samningum við ESB séu landráðamenn.

 

 

May nýtur þess að Verkamannaflokkurinn er í tætlum undir forystu Jeremys Corbyn. Hann hefur reynst einhver lánlausasti formaður Verkamannaflokksins frá upphafi og aldrei hefur verið neinn möguleiki á að hann sigraði í kosningum. Sumpart er það ráðgáta hvernig hann náði yfirleitt að verða formaður. Munurinn milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins er 19 prósentustig samkvæmt síðustu skoðanakönnun. Corbyn segir væntanlega af sér daginn eftir kosningar. Hann er samt til í að mæta alls staðar  í kosningabaráttunni en May helst hvergi nema það sé þaulskipulagt af spunalæknum hennar.

Það breytir heldur þótt Theresa May reyni að forðast allt nema almennustu slagorð og virðist hafa afskaplega litla hugmynd um hvernig eigi að framkvæma loforðin um að hefja England aftur til vegs og virðingar við útgönguna í Evrópusambandinu – og skili í raun auðu í flestu sem lýtur að því að bæta hag almennings í landi þar sem ríkir meiri ójöfnuður en víðast í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“