fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Hvenær er „öruggt“ fyrir börn að fá snjallsíma?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. maí 2017 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er með snjallsíma og nota hann of mikið. Mest í einhverja þarfleysu. Ráf um Facebook. Stundum er þetta gagnlegt, og þá fyrst og fremst til að halda utan um sjónvarpsþáttagerð. En mestur tíminn sem fer í snjallsímann er alveg glataður – ég veit að þetta er vitleysa. Þetta hefur líka vond áhrif að mörgu leyti, einbeitingin minnkar og mér finnst eins og minninu hraki þegar ég er mikið í þessum tækjum.

Í ellinni mun maður ekki orna sér við minningarnar um allan tímann sem maður eyddi á netinu.

Ég á kláran son sem er 15 ára og kærir sig ekki um snjallsíma. Hann hefur lítinn áhuga á samskiptamiðlum – langar ekki sérstaklega til að fylgjast sífellt með því sem aðrir eru að segja eða gera. Það finnst mér á vissan hátt aðdáunarvert. Hann er sjálfum sér nægur. Fyrir vikið tekst honum sérlega vel að einbeita sér að hlutum sem hann hefur áhuga á, einkum tónlist.

Tölvumilljarðamæringurinn Bill Gates segir að börn eigi ekki að fá snjallsíma fyrr en þau eru fjórtán ára. Hann á sjálfur börn og segir að þau fái ekki síma fyrr. Þetta hjómar skynsamlega. Snjallsímar eru öflug tæki. Síma- og tölvufyrirtæki eru með her manna í vinnu til að finna út hvernig er hægt að festa okkur þarna inni. Og eins og oft þá eru varnirnar ekki miklar hjá börnum.

Fjórtán ára er viðmið Bills Gates. Á þeim aldri eru flest börn sennilega farin að suða um snjallsíma, og foreldrarnir láta undan. Við gætum líka hugsað okkur að viðmiðið væri sextán ára – máski er það óframkvæmanlegt. En nógu eru símarnir og samskiptamiðlarnir ágengir núna – og það á sennilega bara eftir að versna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“