fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Daufur 1. maí en styttist í opnun Costco

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. maí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki sérlega margt fólk í bænum á 1. maí, ég hef búið lengi í og við Miðbæinn og man varla eftir fámennari baráttudegi verkalýðsins. Það rigndi líka rosalega, akkúrat meðan útidagskráin stóð yfir gerði skýfall. Það voru fáir á fundinum á Ingólfstorgi og enn færri á fundinum á Austurvelli.

Það voru heldur ekki margir á stofnfundi Sósíalistaflokksins. Kannski brenna málefnin á mörgum en þeir létu ekki sjá sig.

Hins vegar verður gríðarleg alþýðuhátíð 23. maí næstkomandi. Þá opnar verslun Costco í Garðabænum. Það er búist við ógurlegu fjölmenni, gæti vel hugsast að allt verði brjálað.

Vonandi eiga þeir nægar vörur að selja og vonandi verður enginn fyrir vonbrigðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“