fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Þegar Jónas frá Hriflu fór í borgina

Egill Helgason
Mánudaginn 1. maí 2017 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag að „hátt settir“ menn innan Framsóknar vilji að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „fari í borgina“, eins og það heitir, bjóði sig fram fyrir hönd flokksins í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Sigmundur svarar og segir:

Ég geri ráð fyrir að halda mig við landsmálin þótt mér þyki málefni borgarinnar líka mjög áhugaverð og gríðarlega mikilvæg.

Sigmundur aftekur þetta semsagt ekki með öllu. Hann er náttúrlega þekktur fyrir mikinn áhuga á arkitektúr og skipulagsfræðum og myndi ábyggilega koma vel nestaður í baráttuna í borginni. Þar er Sigmundur ekki ólíkur öðrum foringja úr Framsóknarflokknum, sjálfum Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Sá setti mikið mark á borgina á valdatíð sinni.

En það vita færri að Jónas fór líka í framboð til borgarstjórnar í Reykjavík. Þetta var árið 1938 og Jónas búinn að missa talsverð ítök innan Framsóknarflokksins. Hann var geysilega umdeildur. Það kom þó ekki í veg fyrir að  Jónas yrði settur í efsta sætið á lista Framsóknarmanna í borginni – hann sat þá líka á Alþingi.

Tök Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru þá orðin mjög sterk, en von Jónasar var eftirfarandi, skrifar Guðjón Friðriksson ævisagnaritari hans á Facebook:

Jónas var efstur á lista Framsóknarmanna 1938 og vonaðist til að ná oddastöðu í borgarstjórn. Það varð ekki af því Sjálfstæðismenn náðu meirihlutafylgi sem fyrr. Líklega hefðu engir hinna flokkanna verið hrifnir af að vinna með Jónasi, ef hann hefði náð oddastöðu, og enn síður að gera hann að borgarstjóra.

Allt kom fyrir ekki og Sjálfstæðisflokkurinn sigraði í kosningunum eins og alltaf í Reykjavík þar til árið 1978. En hér fyrir neðan er frétt úr Morgunblaði þess tíma sem sýnir tóninn í kosningabaráttunni.

Þess má svo geta að Jónas frá Hriflu var fæddur 1. maí – það var árið 1885.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“