fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

40 ár að villast stutta leið

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. apríl 2017 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er nokkuð skemmtileg mynd. Sagan er auðvitað margslungin og við skulum ekki gera lítið úr hvað gæti verið táknrænt í henni. Gyðingaþjóðin veður villu og svíma þar til hún finnur fyrirheitna landið – og á leiðinni verða uppákomur eins og smíði Gullkálfsins. Þar var að verki Aron – nú vinsælasta nafn á Íslandi – bróðir Mósesar. Og svo lentu Ísraelsmenn í átökum á leiðinni. En Móses sjálfur komst ekki alla leið.

En þetta er óneitanlega nokkuð vel í lagt, að villast í fjörutíu ár á leið sem er álíka löng og frá Reykjavík til Egilsstaða. (Odysseifur villtist í tíu ár um Eyjahafið sem er ekki mjög stórt en þó allmikið víðfemara.) Þegar þetta er sett upp á nútíma korti eins og það birtist á símaskjá er þetta pínu spaugilegt. En við nútímafólk eigum náttúrlega ekki alltaf að setja okkur á háan hest.

Ein uppástunga með myndinni hljómar svo:

Móses var karl og hefur örugglega ekki spurt til vegar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“