Belgíski stjórnmálamaðurinn Guy Verhofstadt er einhver mesti mælskumaður á Evrópuþinginu. Hér er brot úr ræðu sem hann hélt fyrr í vikunni í tilefni af komu Victors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, á þingið. Það má segja að Verhofstadt beinlínis lesi yfir hausamótunum á Orbán sem er nokkuð órólegur undir ræðunni.
Orbán hefur verið að þrengja að lýðréttindum í Ungverjalandi, eins og Verhofstadt lýsir í ræðunni. En hann byrjar á því að lýsa þegar þeir hittust fyrst 1989 og þá var Orbán annars konar stjórnmálamaður. Verhofstadt biður Orbán um finna aftur manninn sem hann var á þeim tíma.
Þetta myndbrot kemur frá Der Spiegel. Ræða Vorhofstads, sem er á ensku, hefst á 0.32.