fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Skrítin endurbygging Grand rokks og Sirkuss

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. apríl 2017 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin hér neðst er af byggingaframkvæmdum í Reykjavík, nánar tiltekið við Klapparstíg. Þarna hefur á stórum reit sem nær niður að Hverfisgötu, upp á Laugaveg og út á Smiðstíg risið fjöldi bygginga þar sem eiga að vera hótel, íbúðir og verslanir. Margt er reyndar ágætlega heppnað þarna – betur en víða í uppbyggingunni í borginni.

En þetta er kannski það skrítnasta í framkvæmdinni. Þarna hefur verið byggt lítið hús sem í rauninni er inngangur í stóra blokk. Húsið minnir á nokkuð sögufræga byggingu sem stóð þarna áður, ún er eins í forminu, en úr öðru efni.

Húsið kallaðist Klapparstígur 30. Það var lágreist og úr hlöðnum steini. Þarna var matvöruverslun þegar ég man fyrst eftir húsinu. Svo var þarna bar sem hét Grand rokk. Það var einhver harðsvíraðasta drykkjubúlla sem um getur; athvarf fólks sem var staðráðið í að vera fullt oft og lengi. Hún var geysivinsæl um tíma, en staðurinn rúmaði í raun ekki sérlega margt fólk. Stundum stífluðust klósettin og þá óð maður elginn á gólfinu. En þarna varð til hið nafntogaða skákfélag Hrókurinn.

 

 

Síðar tók þarna til starfa bar sem hét Sirkus. Í aldurshópi sem er talsvert yngri en ég hefur hann goðsagnalega stöðu – svona líkt og Hótel Borg hjá mínum aldursflokki. Sirkus var hip og kúl – en var líka mikið drukkið. Söknuður eftir Sirkus hefur verið svo mikill hjá sumum að reynt hefur verið að endurskapa staðinn  á listsýningum. Og í Færeyjum mun einhver útgáfa af Sirkus vera starfandi. Sirkus hætti starfsemi 2007, þá voru komin fram áformin um að rífa húsið. Um tíma eftir það starfaði þarna tölvuverslunin Macland.

 

 

En svona lítur þetta út núna. Eigum við ekki að segja að þetta sé pínu skrítið? Myndina fékk ég af Facebook síðu Óttars M. Norðfjörð sem var fastagestur á Sirkus held ég örugglega. Hjá honum gerir athugasemd Hugleikur Dagsson sem skrifar og orðar ágætlega tilfinninguna gagnvart stöðum þar sem maður hefur stundað drykkju og drabb:

Ég elskaði Sirkus af öllu hjarta en hugsaði samt „thank fokking christ“ þegar hann lokaði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“