Nick Dearden spyr í Guardian hvað Global Britain eigi að vera. Þetta er valkosturinn sem Theresa May og stjórn hennar setja fram við aðild að Evrópusambandinu. Dearden spyr hvort þetta eigi að felast í því að selja harðstjórum vopn og bjóða þeim upp á aðgang að fjármálaparadís þar sem er lítið regluverk og spurninga ekki spurt.
Ljósmyndirnar tala altént sínu máli.
Hér er Theresa May í heimsókn hjá Erdogan Tyrklandsforseta fyrir stuttu síðan. Þau gerðu meðal annars með sér stóran samning um vopnasölu.
Hér er ný mynd þar sem Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, heilsar Rodrigo Duarte, forseta Filippseyja, innilega.
Og þessi er líka ný. Theresa May í heimsókn í Saudi-Arabíu, hér með Salman konungi.