fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Vilhjálmur sigurvegari

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. mars 2017 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðun er í nokkuð slæmum málum eftir uppljóstranir síðasta sólarhrings. Kastljós upplýsir að ekki standi steinn yfir steini í skýrslu Ríkisendurskoðunar um bótaþega – að hún hafi verið hráþýdd upp úr danskri skoðanakönnun. Samt varð þetta undirstaða ákafrar umræðu sem geisaði hér um bótasvik og gengu þar ýmsir stjórnmálamenn fram fyrir skjöldu. Manni sýnist að ábyrgð Ríkisendurskoðunar í þessu máli sé allþung.

Svo fara menn að skoða skýrslu frá 2006 um hlut þýska fjármálafyrirtækisins Hauck & Aufhäuser við kaup Búnaðarbankans. Ríkisendurskoðun var fengin til þess af þáverandi stjórnvöldum að skoða málið og gaf út heilbrigðisvottorð vegna kaupanna. Fann ekkert athugavert við þau. Þetta er alveg þvert á niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis sem var kynnt í dag. Þar koma skýrt í ljós blekkingar sem var beitt í þessum viðskiptum. Hugsanlega var þetta refsivert athæfi. Reyndar var um það talað á sínum tíma að skýrslan væri sérstaklega pöntuð – og að hún væri kattaþvottur.

Skýrslugerðin þá var til að bregðast við ásökunum frá Vilhjálmi Bjarnasyni viðskiptafræðingi – sem nú situr á Alþingi. Hann var óþreytandi við að halda þessu máli vakandi. Má kannski segja að hann standi uppi sem sigurvegari.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út