fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Erlendu tónlistarmennirnir sem skópu tónlistarlíf fyrir Íslendinga

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. mars 2017 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árunum 1930 til 1960 kom til Íslands mikill fjöldi erlendra tónlistarmanna sem gerbreytti músík- og menningalífinu. Þeir spiluðu á hljóðfæri, stjórnuðu hljómsveitum og kórum, komu að stofnun Sinfóníuhljómsveitarinnar og stunduðu kennslu. Með þessu fólki má segja að Íslendingar hafi eignast alvöru tónlistarlíf – áhrifanna gætir í raun enn.

Um þetta er fjallað í bók eftir sagnfræðinginn Óðin Melsted sem nefnist Með nótur í farteskinu. Við fjöllum um hana í Kiljunni í kvöld. Það er ýmislegt sem kemur á óvart í bók Óðins. Erlendu tónlistarmennirnir voru fleiri en maður hefði haldið. Sumir settust hér að, aðrir stöldruðu styttra við. Það er ekki nákvæmt að þetta hafi upp til hópa verið gyðingar á flótta undan nasistum, því hefur stundum verið haldið fram, vissulega voru dæmi um það, en hópurinn var miklu fjölbreyttari.

Á Íslandi voru alls kyns skrítnar reglur á þessum árum. Útlendingar sem fengu íslenskan ríkisborgararétt þurftu að taka upp íslensk nöfn. Auðvitað var þetta hallærislegt, en hafði sínar spaugilegu hliðar.

Týrólbúinn Vincenzo Demetz verður Sigurður Franzsson. Paul Pampichler verður Páll P. Pálsson, Herbert Hriberscheck varð Herbert H. Ágústsson en José Riba varð Ólafur Jósep Pétursson.

En svo kom Ashkenasí, hann var svo frægur að menn treystu sér ekki til þess að láta hann breyta nafni sínu.

Óðinn Melsted er hálfur Íslendingur, en býr í Austurríki. Hann er frændi Páls Pampichlers sem áður er nefndur. Sagan af Páli er merkileg. Hann kom hingað 1949, stjórnaði lúðrasveitum, lék í Sinfóníunni, lagði stund á tónsmíðar og varð síðar einn af stjórnendum Sinfóníunnar.

Páll dvaldi á Íslandi í 42 ár, eignaðist fjölskyldu hér. En 1991 tók hann sig til og flutti aftur heim til Austurríkis, býr í heimabæ sínum Graz, er kominn undir nírætt.

Eins og áður segir er fjallað um bók Óðins Melsted í Kiljunni í kvöld. 

 

Páll Pampichler, flutti til Austurríkis eftir 42ja ára starf í tónlistarlífinu á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út