fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Olía á eld deilna um kvótann

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. mars 2017 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, fyrrum LÍÚ, hellir olíu á eld deilna um sjávarútveg með því að segja á sama degi og útgerðarrisinn HB Grandi tilkynnir um þau áform að loka fiskvinnslunni á Akranesi. Þetta gerir hún með þeirri yfirlýsingu að komi til greina að flytja fiskvinnslu úr landi vegna gengisþróunar.

Við þetta er eitt og annað að athuga. Það má vitna í lög um fiskveiðistjórnun nr. 116/2006. Þar segir í fyrstu greininni:

1. gr.:
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.  Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson leggur út af þessu á Facebook og segir:

Ef handhafar aflaheimilda hagnýta ekki hinar úthlutuðu aflaheimildir í samræmi við tilgang laganna, þá ætti Fiskistofa að geta lokað á úthlutun aflaheimilda til viðkomandi. Og ef þetta er svona mikið vesen þá er miklu betra bara að hætta útgerð og þessu harmakvæli og leyfa öðrum sem eru tilbúnir að veiða fiskinn í sjónum og vinna hann fá aflaheimildirnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út