fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Lög sett á kjaradóm árið 1992

Egill Helgason
Föstudaginn 17. mars 2017 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er gríðarlega áhugaverð upprifjun úr annál Ríkissjónvarpsins frá árinu 1992. Ekki bara vegna þess að þarna sjást afburða fréttamenn eins og Helgi Már Arthúrsson, Erna Indriðadóttir og Gunnar Kvaran, og verklýðsleiðtogar eins og Guðmundur J. Guðmundsson og Ásmundur Stefánsson, heldur vegna innihalds myndskeiðsins.

Þarna er farið yfir eitt eldfimasta deilumál 1992, úrskurð kjaradóms sem dæmdi æðstu embættismönnum ríkisins og kirkjunar þjónummiklar launahækkanir. Út af þessu varð mikið uppnám, mótmælaalda reið yfir samfélagið, haldnir voru útifundir og kjarasamningar voru í hættu.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks reyndi að fá dómnum breytt, uppi var krafa um að Alþingi kæmi saman, en ríkisstjórnin hélt átta klukkustunda fund um málið á Þingvöllum. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra að loknum fundinum. Já, þarna voru þau samherjar.

Loks voru sett bráðabirgðalög sem gerðu kleift að hnekkja úrkurði kjaradóms. Kjaradómur felldi nýjan úrskurð og þar voru kauphækkanirnar miklu minni. Um þetta má fræðast með því að skoða myndbandið hér að neðan.

Kjararáðsúrskurði frá því snemma í vetur hafa menn ekki treyst sér til að hnika þrátt fyrir miklar deilur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“