fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Faxaverksmiðjan eða Marshallhúsið?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. mars 2017 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt á mbl.is segir að stutt sé í að „Marshallhúsið“ opni úti í Örfirisey. Þetta virðist ætla að vera hin glæsilegasta framkvæmd, húsið er fallega gert upp og þarna á að vera öflug myndlistarstarfsemi. Væntanlega mikil lyftistöng.

En gamlir Reykvíkingar vita að þetta heitir ekki „Marshallhúsið“, það nafn hefur ekki heyrst fyrr en alveg hin síðustu ár. Þetta er Faxaverksmiðjan, hún var reist í tenglum við skammlíft síldarævintýri á Faxaflóa.

Það er hins vegar rétt að eitthvað af fé úr Marshallhjálpinni fór í byggingu hússins, eins og ýmsar aðrar framkvæmdir á Íslandi á þessum tíma, virkjanir og togarakaup. Svo hefur verið deilt um hvort Íslendingar hafi átt skilið að fá fé úr þessum stað, þeir höfðu jú grætt á stríðinu – en þeim tókst líka að sólunda peningunum á fáum árum.

En ef nafnið á að festast við húsið þarf eiginlega að gera eitthvað til að minnast Georges Marshall, hershöfðingja og utanríkisráðherra. Það þarf allavega að vera mynd af honum eða lítill skjöldur. Þetta var einn merkasti stjórnmálamaður tuttugustu aldar, yfirburðamaður, eiginlega eins mikil andstæða Trumps og félaga og hugsast getur.

 

 

Marshall fór til Evrópu 1947 og sá með eigin augum hversu ástandið var slæmt. Hann kom heim og setti saman áætlun ásamt Truman forseta. Gríðarlegar fjárhæðir voru settar í uppbyggngu Evrópu. Markmiðið var að örva hagvöxt í Evrópu, bjarga álfunni frá óstöðugleika og örbirgð og því að lenda e.t.v. undir hæl kommúnista.

Reyndar bauðst ríkjum Austur-Evrópu fyrst að vera með, en Stalín bannaði það – Marshalláætlunin var ein ástæða þess að Sovétríkin hertu tökin í Berlín. Þarna má jafnvel líka greina upphafið að Evrópusambandinu. Kommúnistar í austri stofnuðu viðskiptabandalagið Comecon. Íslenskir sósíalistar voru líka hatrammlega á móti Marshalláætluninni. Þeir sögðu að þarna væri einungis yfirskin fyrir heimsyfirráðastefnu Bandaríkjanna og sókn eftir mörkuðum fyrir bandarískan varnig.

Marshall sjálfur fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir vikið. Áætlun hans svínvirkaði. Um 1950 var Evrópa komin á langa braut hagvaxtar og bættra lífskjara – eftir langt tímabil þar sem hafði verið fyrst kreppa, síðan styrjöld og svo ár glundroða eftir stríð. Kommúnistaógninni var bægt frá. Í kjölfarið fór í hönd tíminn sem hefur verið kallaður Pax Americana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum