fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

100 ár frá rússnesku byltingunni – Hver ert þú í Rússlandi 1917?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag, 7. nóvember, eru liðin 100 ár frá rússnesku byltingunni. Það voru reyndar tvær byltingar árið 1917, febrúarbyltingin sem leiddi til þess að keisarinn var settur af og októberbyltingin, en svo hefur valdarán bolsévíka verið kallað.

Vegna mismunar á tímatali er febrúarbyltingin reyndar í mars, upphaf hennar er talið vera 8. mars þegar voru miklar mótmælagöngur í Petrograd eins og borgin hét þá. Má segja að það hafi verði sönn uppreisn alþýðunnar – með mikið af konum í fararbroddi. Og októberbyltingin var semsagt í nóvember.

Hér er nokkuð áhugaverður spurningaleikur þar sem er spurt: Hver ert þú í Rússlandi 1917? Maður svarar spurningum og fær niðurstöður, hvort maður er bolsévíki, mensévíki, þjóðbyltingarmaður ellegar keisarasinni og þá kannski í sveit hvítliða.

Sjálfur fékk ég þessa niðurstöðu. Ég virðist vera langt frá öllum stjórnmálaöflum Rússlands á þessum tíma – sem er líklega ágætt. Ég get sætt mig við það. Það er ekki hægt að endurskrifa söguna, en Kerenskí hefði mátt hanga lengur á völdunum. Með því hefðu bjargast ótalin mannslíf.

Það þarf að gæta þess þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar að bolsévíkar drápu alla hina hópana sem sjást á kortinu og fóru svo að drepa hver annan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“