fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Staðreyndir um Svíþjóð

Egill Helgason
Föstudaginn 24. febrúar 2017 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér,“ segir Donald Trump. Svíagrýlan heldur áfram að fara ljósum logum um fjölmiðla heimsins.

Svíar leiðrétta þetta sjálfir og ýmsir aðrir reyndar. Aftonbladet birtir tölur þar sem meðal annars er gerður samanburður á Bandaríkjunum og Svíþjóð.

Morðtíðni á hverja 100 þúsund íbúa.

 

 

Malmö á móti hættulegum borgum í Bandaríkjunum. Malmö er sögð vera mjög vararasamur staður.

 

 

Hefur straumur innflytjenda undanfarin ár skapað glæpabylgju? Þetta eru tölur um ofbeldisglæpi.

 

 

Svo er hér athyglisvert rit. Á yfirborðinu kann að virðast að nauðganir séu fleiri í Svíþjóð en annars staðar. Nigel Farage segir að Svíþjóð sé nauðganahöfuðstaður Evrópu. En staðreyndin er sú að Svíar skilgreina nauðganir víðar en gert er í flestum löndum, þolendur njóta þar meiri verndar og eru hvattir til að kæra.

 

 

Það eru ýmis fleiri athyglisverð gögn í þessari umræðu. Á vef sænsku ríkisstjórnarinnar má sjá þessa umfjöllun um fólksflutninga og glæpi. Þarna leiðréttir utanríkisráðuneytið alls kyns hæpnar fullyrðingar, eins og það að sænsk stjórnvöld séu að fela umfang vandans og um að í Svíþjóð séu svæði þar sem lögreglan fari ekki.

Svo er tekin fyrir sú staðhæfing sem má sjá sums staðar að Svíþjóð stefni í eitt allsherjar hrun. Staðreyndirnar eru alveg þveröfugar eins og sjá má á vef World Economic Forum sem þarna er vísað í. Fyrirsögnin þar er svohjóðandi. Svíþjóð sigrar aðrar þjóðir í hérumbil öllu.

Þarna má lesa að Svíþjóð sé nú það land í heiminum þar sem auðveldast er að stunda viðskipti. Bandaríkin eru í 23ja sæti. Svíþjóð sé afar samkeppnishæft land, heimili fyrirtækja eins og IKEA, Electrolux, Ericsson og H&M.

Svíþjóð sé í sjötta sæti yfir samkeppnishæfni í heiminum. Hagvöxtur sé þar mjög öflugur, hafi verið 3,7 prósent árið 2016. Vinnumarkaðurinn virki vel og atvinnuleysi sé lítið.

Svíþjóð er í fjórða sæti í heiminum þegar mælt er jafnrétti kynjanna. Spilling sé mjög lítil, Svíþjóð er í fjórða sæti á lista Transparancy International yfir minnst spilltu lönd í heiminum.

Svíþjóð er í fyrsta sæti í Evrópu þegar litið er til nýsköpunar og notkunar hugvitsins. Það byggir meðal annars á góðri menntun starfsfólks og gæðum háskólarannsókna. Í raun er ekki ólíklegt að Svíþjóð sé þarna líka í fyrsta sæti þegar horft er til heimsins alls.

Einnig segir að Svíþjóð sé einhver besti staður í heimi til að eldast, en um leið sé atvinnuþáttaka eldra fólks mikil, og einnig sé það góður staður til að ala upp fjölskyldur með löngu fæðingarorlofi, enda sé alþjóðlegt orðspor landsins framúrskarandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?