fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Andstaða við áfengisfrumvarp úr höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið sagt að Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi geti sett kartöflupoka í framboð en samt unnið kosningar þar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf stjórnað á Nesinu – og mun sennilega alltaf stjórna á Nesinu. Fátt getur hnikað því.

En það vekur athygli þegar sjálf bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi ályktar gegn áfengisfrumvarpi sem lagt er fram meðal annars af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, nýtur mikils stuðnings meðal Sjálfstæðismanna – það hefur reyndar verið samþykkt á landsfundum Sjálfstæðisflokksins að áfengi skuli selt í almennum verslunum.

Nú kemur þessi harða andstaða úr einu höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Það er vísað til þess að meirihluti þjóðarinnar sé á móti frumvarpinu, læknar og heilbrigðisstarfsfólk vari við því og að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri neyslu, börn og ungmenni séu þar í hættu. Einnig segir að neysla vímuefna meðal barna og ungs fólks sé mjög lítil á Seltjarnarnesi.

Við eigum að láta hagsmuni og velferð barna og ungmenna njóta forgangs í allri stefnumörkun. Aukið aðgengi að áfengi og áróður í formi áfengisauglýsinga gengur gegn því sjónarmiði.

Þeir hafa sitt Ríki á Seltjarnarnesi sem er talsvert sótt af Vesturbæingum líka, og finnst það greinilega nóg.  Margir töldu að á nýju þingi þar sem eru margir nýir þingmenn, sumir ungir að árum, myndi áfengisfrumvarpið eiga greiða leið í gegn. En reyndin virðist ætla að verða önnur – mótstaðan er mikil og þarna úr nokkuð óvæntri átt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata