fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Eyjan

Lundakofar á Laugavegi og nytsemi höfuðbaða

Egill Helgason
Föstudaginn 17. febrúar 2017 23:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég las í hinu stórkostlega safni Páls Líndals og Einars S. Arnalds, Reykjavík, sögustaður við Sund, að Einar Benediktsson hefði verið svo uppsigað við það hvernig Laugavegurinn byggðist undir aldamótin 1900 að hann hefði kallað húsin sem þar voru að rísa lundakofa.

Mér þótti þetta athyglisvert orðalag, því nóg er af lundakofunum í Miðbænum núorðið. Þetta átti að hafa verið í blaðinu Dagskrá sem Einar gaf út frá 1896-98. Ég fór á timarit.is, fann þetta ekki þar, en fletti í gegnum mörg tölublöð af Dagskrá.

Þar er vissulega að finna skammargrein um byggðina á Laugavegi eftir Einar. Honum þótti hún lágreist, ljót og óskipuleg. Sjálfum er mér skapi næst að skrifa eina slíka grein nú þegar er búið að flytja gamla húsið á Laugavegi 6 aftur á sinn stað eftir einhverja furðulegustu viðskipta- og byggingauppákomu í sögu borgarinnar. Þarna hafa orðið til gríðarlega stór mannvirki utan um tvö lítil timburhús – og undir þeim líka. Viðskiptasagan í kringum þetta er absúrd.

En það er önnur saga. Í Dagskrá las ég meðal annars bráðskemmtilega ritdeilu milli Einars Ben og Matthíasar Jochumssonar um kveðskap séra Valdimars Briem (við fjölluðum um hann í Kiljunni fyrr í vetur). Einar kallaði Valdimar „sálmaverksmiðju“, Matthías tók til varna, en Einar, sem annars dáði Matthías, sagði að hann hefði forðast að fjalla um kveðskap Valdimars heldur aðallega skrifað lof um manninn sjálfan, dyggð hans og gáfnafar og meinti þannig ekkert með þessu.

Svo var þarna grein um hversu dýrt væri í nýopnað Baðhús Reykjavíkur og það stæðist ekki samanburð við Sívalaturnsbaðhúsið í Kaupmannahöfn. Baðhúsið í Reykjavík reyndar sló ekki beinlínis í gegn, því Páll Líndal skrifar að á fyrstu þremur mánuðunum sem það starfaði hafi einungis komið 150 gestir, þar af flestir útlendingar en nokkrir stúdentar.

Böð áttu ekki mjög upp á pallborðið hjá Íslendingum á þessum tíma, en Baðhúsið auglýsti að það væri ekki nauðsynlegt að þvo allan skrokkinn, höfuðböð hefðu sína „nytsemi“.

 

 

Þetta var áður en vínbannið var sett á og frelsi í áfengisverslun og -veitingum. Í Dagskrá rakst ég líka á þessa auglýsingu. Hún ber þess reyndar merki að þarna var talsverður uppgangstími, atvinnuvegirnir voru farnir að vaxa – stórhug Einars í því efni má lesa á flestum síðum blaðsins – og bærinn stækkaði og efldist. Það var líka hægt að gera vel við sig í drykk, hvort sem menn vildu vín, bjór eða sterkt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur

Óttar Guðmundsson skrifar: Handboltaharmur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!

Steinunn Ólína skrifar: Make Iceland great again!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?

Stóra herbergjamálið á Alþingi – Sjálfstæðisflokkurinn hótar setuverkfalli en hvað segja reglurnar?