fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

La la land, Þögnin og Óskarstilnefningar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 23:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er máski nokkuð vel í lagt að láta kvikmyndina La la land fá fjórtán Óskarstilnefningar. En þetta er samt indæl mynd, gæti jafnvel dregið fullorðið fólk í bíó. Þetta er söngvamynd – þó ekki með svo mörgum söngvum – sem vísar í gamla Hollywoodhefð, en líka í myndir sem fransk leikstjórinn Jacques Demy gerði á sjöunda áratugnum. Allt sem við sjáum á tjaldinu er frábærlega fallegt og fágað, fötin og leikmyndin og litirnir, og tónlistin er notalega melódísk – en svo slær hún líka út í alvöru djass og það er haldið uppi ágætri málsvörn fyrir þá tónlistarstefnu. Leikstjórinn, Damien Chazelle, gerði síðast aðra mynd um djass, Whiplash.

Ofbeldi og ljótleiki og vonskan í heiminum eru víðs fjarri, það er ágætt mitt í þeirri endalausu byssudýrkun sem einkennir kvikmyndaiðnaðinn bandaríska og ofurhetjumyndunum sem lítið lát er á. Þarna er gamla góða draumaverksmiðjan að störfum.

 

 

Sjálfur hef ég séð talsvert af myndunum sem eru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna – ég fer ennþá í bíó, jafnvel vikulega. Þetta hefur fylgt mér síðan ég var krakki og laumaðist á fimmsýningar í Háskólabíó. Ég hef ekki séð Moonlight sem miklum sögum fer af, hún er nú sýnd í Bíó Paradís, en mikið af hinu eru myndir sem eru varla nema rétt fyrir ofan meðallag.

Arrival byrjar ágætlega, það er frekar áhugavert að búa til mynd um geimverur sem byggir á málfræði (ég frétti meira að segja af hópi málfræðinga sem fór á myndina), en það vantar úthaldið til að fylgja þessu eftir, í seinnipartinum leysist hún upp í hefðbundið melódrama. Hell or High Water má í besta falli skoða sem leik að klisjum um bandaríska suðrið – en dettur í raun í að vera ein stór klisja sjálf. Á sinn hátt er þetta stúdía í heimsku og þröngsýni.

Fráleitast er að Silence eftir Martin Scorsese skuli ekki fá tilnefningu. Myndin er byggð á skáldsögu eftir japanska höfundinn Endo og hún er að sönnu ekki auðveld áhorfs. Þetta er næstum þriggja tíma verk um jesúítapresta sem reyndu að kristna Japani á 16. öld, varð fyrst vel ágengt en mættu svo mikilli mótspyrnu og ofsóknum, en söfnuðir þeirra voru þurrkaðir út. Myndin er trúarlegs eðlis, fjallar um trúarsannfæringu og þjáningu, og það er kannski ekki vænlegt til vinsælda. En þetta er stórvirki, minnir í raun fremur á klassíska evrópska kvikmyndagerð en þá amerísku, og jafnvel kvikmyndahöfunda sem glímdu mikið við trúna eins og Dreyer og Bergman.

 

 

En það verður forvitnilegt að sjá hvert kvikmyndaiðnaðurinn fer á tíma Donalds Trump. Óskarsverðlaunahátíðin er í næsta mánuði. Þar eru flestallir andsnúnir Trump, líkt og mikill meirihluti Kaliforníubúa. Maður myndi jafnvel halda að upp rynni aftur tími pólítískra kvikmynda, ádeilumynda, líkt og var á einu blómaskeiði kvikmyndanna í Bandaríkjunum, á valdaskeiði Richards Nixon.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“