fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Kakistokratí í Bandaríkjunum

Egill Helgason
Föstudaginn 20. janúar 2017 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kakistocracy er orð sem farið er að nota á ensku um stjórnina sem tekur við í Washington í dag. Orðið er runnið úr grísku og þýðir einfaldlega stjórn versta fólksins. Þeirra óhæfustu – sem hafa ill áform. Orðið var reyndar ekki notað af Grikkjum, ólíkt mörgum hugtökum í pólitík, heldur er fyrsta dæmið um notkun þess í Englandi á fyrri hluta 19. aldar.

Orðið er samansett úr kakistos sem þýðir verstur og kratos sem þýðir stjórn eða ræði. Kakistokratí.

Það er makalaust að horfa á hvernig Donald Trump velur ráðherra sína. Þetta er upp til hópa ofurríkt fólk sem hefur lítið eða ekkert vit á málunum sem það á að fást við. Það er ekki ráðið til starfa á grundvelli hæfni eða þekkingar.

Það er ekki beinlínis líklegt til að gera eitthvað fyrir „litla manninn“ – en fordómarnir sem þetta lið kemur með inn í stjórnina eru ógnvekjandi. Innan Bandaríkjanna getur það unnið ómælt tjón, en maður óttast líka að það setji allt í uppnám á alþjóðavettvangi.

Þetta er kvíðvænlegur föstudagur, dagur sem maður hefur vissa tilfinningu til að breiða upp fyrir haus.

Á það hefur verið bent hversu ólíkt þetta er því þegar Kennedy forseti tók við á sínum tíma. Kennedy valdi með sér klárustu og hæfustu menn sem hann fann, afburðamenn sem hann raðaði í kringum sig – það var talað um Camelot í því sambandi, hirð Artúrs konungs og riddara hans.

Dálkahöfundurinn David Clay Johnston skrifaði á síðasta ári:

Bandaríkin færast æ lengra frá hinum háleitu hugsjónum sem birtust í innsetningarræðu Kennedys. „Spurðu ekki hvað landið þitt getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir landið þitt.“ Í staðinn höfum við stjórnmálamenn sem segja að þeir elski Bandaríkin, en hata bandaríska ríkið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“