fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Bara mynd af Gróttu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hús & Hillbilly er nýr vefur sem er helgaður myndlist. Hingað til hefur ekki verið mikið af umfjöllun um íslenska myndlist á alnetinu, en það stendur vonandi til bóta – þetta er fjörlegur vefur og vel hannaður, lofar góðu.

Meðal efnis sem má finna þarna er bráðskemmtilegt viðtal við listmálarann Arnar Herbertsson. Arnar er merkilegur listamaður sem lætur mikið fyrir sér fara, hann er býsna hógvær í viðtalinu, en um leið launfyndinn.

A: Ég var að mála mynd um daginn af Gróttu, því ég er svo vitlaus. Ætlaði að fara að breyta og mála svona þú veist..

H&H: Landslag?

A: Já, mála vitann og svona. Og ég er búin að dunda soldið við þetta, svo var ég orðin óánægður með þetta og fór bara með hana hérna út fyrir og kveikti í henni. Setti hana í poka og fór með hana í Sorpu.“

H&H: Var þetta svona gjörningur?

A: Nei þetta var bara mynd af Gróttu.

 

Arnar Herbertsson af vefnum Hús & Hillbilly. Ljósmyndirnar sem þarna er að finna eru margar býsna sterkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“