fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Bjarni hefur alla þræði í hendi sér

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson virðist hafa alla þræði í höndum sér varðandi stjórnarmyndun. Allar hugmyndir um vinstri stjórn eru horfnar út í veður og vind og þá er í raun engin ríkisstjórn í kortunum nema Sjálfstæðisflokkurinn sé í henni – og Bjarni forsætisráðherra. Bjarni situr nú á fundum með Benedikt Jóhannessyni og Óttarri Proppé, flest bendir til þess að þeir séu svo langt komnir með stjórnarmyndun að ekki verði aftur snúið.

Manni sýnist líka að Bjarni hafi svo góð tök á flokki sínum að hann geti ráðið hvert hann heldur – að áköf leiðaraskrif Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu stökkvi af honum eins og vatn af gæs. Kannski virka þau öfugt, gera honum erfiðara að hætta við samstarfið við Viðreisn og Bjarta framtíð. Geri hann það gæti hann virkað eins og leiksoppur gamla formannsins, 13 prósenta mannsins úr forsetakosningunum.

Benedikt og Óttarr Proppé hafa límt sig fast saman. Sumum er bandalag þeirra ráðgáta – næsta skrefið hlýtur nánast að vera að flokkar þeirra gangi í eina sæng. Benedikt er gagnrýndur fyrir það í sínum eigin flokki að hafa spilað sóló, ekki ráðfært sig við samherjana.

En Viðreisn þarf illa á því að halda að komast í stjórn. Líklegt er að Viðreisn myndi fara illa út úr kosningum í vor – og þá myndi Benedikt nær örugglega detta af þingi eftir stutta veru. Flokkurinn virðist heldur ekki hafa neinn áhuga á því að vera í stjórnarandstöðu; innan hans er fólk sem er vant að stjórna, lætur sér ekki detta í hug að það sé eftirsóknarvert að móast í andstöðu.

Reyndar hefur virst eins og aðalkrafa Viðreisnar eftir kosningarnar sé aðhald í ríkisfjármálum. Þetta hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, svo ekki ber beinlínis mikið þarna í milli. Aðalspurningin virðist vera hversu Benedikt og Óttarr selja sig dýrt – eða ódýrt í sjávarútvegs- og evrópumálunum.

Þarna gæti verið möguleiki að slitnaði upp úr, en eins og komið er virðist ekki líklegt að Bjarni hlaupist burt, þótt það kunni að vera ákveðin freisting fyrir hann að tala við Vinstri græn og Framsókn. Þar er draumaríkisstjórn Davíðs.

Milli Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hafa verið viðræður, enda vöknuðu Vinstri græn upp við þann vonda draum að þau yrðu utan ríkisstjórnar næsta kjörtímabil – eftir að hafa virst eiga nokkuð greiða leið inn í stjórn framanaf. Þetta gæti orðið löng og leiðinleg vist. Vinstri græn hafa lika áttað sig á því að þau eiga miklu meira sameiginlegt með Framsóknarflokknum en Viðreisn nokkurn tíma.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti