fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Ástandið í ESB og hugsanleg þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi

Egill Helgason
Mánudaginn 2. janúar 2017 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öfgaöfl sækja víða á í Evrópu, á þessu ári verða afdrifaríkar kosningar bæði í Frakklandi og Þýskalandi. Fyrirkomulagið á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verður líklega ákveðið á árinu. Löndin í Suður-Evrópu hafa langt í frá náð sér eftir kreppuna sem hófst 2008, í Grikklandi er heilbrigðiskerfið gersamlega að hrynja vegna stanslaus niðurskurðar, á Ítalíu horfum við upp á framrás Beppe Grillo og Fimm stjörnu bandalags sem er andsnúið ESB. Það er hugsanlegt að fleiri lönd muni leita útgöngu úr Evrópusambandinu.

Í Póllandi og Ungverjalandi eru þjóðernispopúlistar við völd og eru í óða önn að þrengja að frelsi og mannréttindum. Við vitum ekki nema meinsemdin eigi eftir að breiðast út til fleiri landa álfunnar.

Evrópa er í einkennilegri stöðu nú þegar KGB-maðurinn Pútín hefur öll völd í Rússlandi og er farinn að verða býsna ógnandi, en lýðskrumarinn óútreiknanlegi Donald Trump er að verða forseti Bandaríkjanna. Báðir tala þeir um nauðsyn þess að koma upp meiri kjarnorkuvopnum. Í Tyrklandi hefur Edogan styrkt stöðu sína sem harðstjóri, hann er afar duttlungafullur, stefna hans er mjög óljós, en ESB mútar Tyrkjum til að halda flóttamönnum frá ströndum sambandsins. Pólitískt séð var flóttamannastraumurinn sem náði hámarki 2015 afar dýrkeyptur,

Við sjáum ekki hvernig þetta þróast, en Evrópusambandið er í margháttaðri tilvistarkreppu. Hún getur enn versnað, en það er líka möguleiki að ESB verði mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ef syrtir í álinn í bæði Rússlandi og Bandaríkjunum geta gildin sem Evrópusambandið er byggt á öðlast meiri þýðingu, þá verða vart önnur ríki en Evrópuríkin til að standa vörð um þau.

Óvissan er semsagt mikil. Þetta er allt önnur staða en var þegar Ísland sótti um inngöngu í Evrópusambandið 2009. Nú er einn ásteytingarsteinn í stjórnarmyndun hvort eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi ESB viðræðunum áfram – þær féllu niður fyrir fjórum árum að kröfu Vinstri grænna, á síðasta misseri stjórnar Steingríms og Jóhönnu. En það verður að segjast eins og er að það virðist ekki sérlega tímabært að efna til deilna um Evrópusamband sem við vitum ekki hvert er að þróast.

Staða þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið hefur sjaldan verið veikari, miðað við óvissuna  í Evrópu myndu þeir eiga mjög í vök að verjast í þjóðaratkvæðagreiðslu, og er ekki einfaldlega líklegast að tillaga um áframhaldandi viðræður yrði felld?

En það er ein þversögnin að Ísland er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, það felur í sér aðild að ESB að miklum hluta. Þrátt fyrir miklar efasemdir og andstöðu við ESB í íslenskum stjórnmálum heyrast varla neinar raddir þess efnis að rifta EES. Og þegar öfgarnar færast í aukana meðal ráðamanna Bandaríkjanna og Rússlands kemur í betur í ljós að Íslendingar aðhyllast evrópskt gildismat.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti