fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Katrín stígur aftur inn á sviðið og nú er Sigurður Ingi með

Egill Helgason
Mánudaginn 2. janúar 2017 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru tíðindi ef satt er að Vinstri græn og Framsókn hafi átt í viðræðum um stjórnarmyndun. Í Morgunblaðinu segir að Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson hafi farið yfir málin og „sett punkta á blað sem væru grundvöllur viðræðna“.

Ennfremur segir að Bjarna Benediktssyni sé kunnugt um þessar viðræður og að eitt af því sem þau vilji kanna sé hvort þetta gæti verið „valkostur í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn“.

Þetta er að sönnu nokkuð seint í rassinn gripið, því Bjarni er í stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn og Bjarta Framtíð. Benedikt Jóhannesson sagði um áramótin að það væru 87,5 prósent líkur á stjórnarmyndun.

Á vinstri vængnum er þetta kölluð hægrisinnaðasta stjórn lýðveldistímans – svo eitthvað hlýtur VG að vilja gera til að koma í veg fyrir að hún líti dagsins ljós. En hún hefur tæpan meirihluta og innan Sjálfstæðisflokksins eru margir sem vildu frekar stjórn með Framsókn og VG, kæra sig til dæmis alls ekki um breytingar í sjávarútvegsmálum eða þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-viðræður. Séu þessar fréttir sannar getur Bjarni Benediktsson ekki lengur sagt að ekkert annað stjórnarsamstarf sé mögulegt en D,A,C – Engeyjarstjórnin eins og hún hefur verið kölluð.

Sigurður Ingi Jóhannsson flutti á gamlárskvöld ræðu í Ríkisútvarpinu sem vakti athygli, ágæta ræðu. Hann talaði meðal annars um peningastefnuna, háa vexti, en líka um stöðu íslenskunnar, útlendingamál og umhverfismál – það var flest á þann hátt að ætti að falla VG-urum vel í geð.

Það má ekki dylj­ast nein­um að það verður tölu­vert átak að ná þeim metnaðarfullu mark­miðum sem sett hafa verið, en þeim verður ekki náð nema all­ir leggi sitt af mörk­um. Verk­efn­in í Sókn­aráætl­un lofts­lags­mála miða að því að virkja sem flesta og finna skyn­sam­leg­ar lausn­ir. Það hef­ur orðið vit­und­ar­vakn­ing í þjóðfé­lag­inu og ég skynja að okk­ur hef­ur orðið ágengt. Ísland á að vera í hópi ríkja sem eru fremst í flokki í lofts­lags­mál­um, hvort sem það er í notk­un end­ur­nýj­an­legr­ar orku og lofts­lagsvæn­um lausn­um heima fyr­ir, eða í alþjóðlegri sam­vinnu.

Milli Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Framsóknarflokksins voru á árum áður gagnvegir, þessum flokkum gekk afar vel að starfa saman. Katrín og Sigurður Ingi gætu vel unnið saman, sýnist manni. Katrín hefði kannski átt að tala við Framsóknarflokkinn aðeins fyrr, hann stendur í raun miklu nær VG en Viðreisn nokkurn tímann.

En það sem stendur í mönnum, og ræður hugsanlega úrslitum, eru átökin innan Framsóknarflokksins og óvissan um hvernig þau þróast. Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og möguleg aðkoma hans að ríkisstjórn getur einfaldlega skipt sköpum.

VG-arar hjóta hins vegar að spyrja sig hvort þeir vilji vera innan stjórnar og hafa áhrif eða utan stjórnar í eilífri stjórnarandstöðu og nær algjöru áhrifaleysi, nú gegn mjög eindreginni hægristjórn? Eða til hvers eru þeir í stjórnmálum?

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti