fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Mjög eðlileg fréttamennska

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. desember 2016 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er einkennileg hugmynd að fréttamaður RÚV hefði ekki átt að spyrja Sigmund Davíð Gunnlaussonar um þingstörf hans í boði sem hann hélt Norðanlands vegna afmælis Framsóknarflokksins.

Þetta skiptir þvert á móti heilmiklu máli eins og staðan er í pólitíkinni – og spurningarnar verða ef eitthvað er magnaðri á 100 ára afmæli þessa merka stjórnmálflokks, því þetta snýst um sjálfa framtíð hans sem virðist frekar óviss nú um stundir.

Sigmundur Davíð hefur hunsað þingstörf það sem af er kjörtímabilinu. Hann mætti ekki í þingsetningu og hann hefur ekki sést á þingfundum – og reyndar ekki heldur í embættistöku nýs forseta. Þetta er ekki bara spurning um hvernig hann rækir þingmennskuna, heldur um stöðu Framsóknarflokksins sjálfs.

Það hljóta í þessu ljósi að  vakna spurningar um hverjar séu fyrirætlanir hans? Er þetta einungis birtingarmynd gremju hans eftir að hafa tapað formannsslag? Eða er dýpra á þessu? Er jafnvel möguleiki á að Sigmundur kljúfi sig burt og fari sína eigin leið í pólitík? Stofni sinn eigin flokk – sjálfsagt væru einhverjir til í að ganga til liðs við slík samtök?

Aðalhátíðin vegna afmælisins var í Þjóðleikhúsinu í  Reykjavík. Þar var fjarvera Sigmundar mjög áberandi – enda verður að segja að miðað við staðarval hátíðarinnar, táknmyndir hennar og dagskrána er mjög líklegt að hann hafi haft hönd í bagga með skipulagningu hennar áður en hann lét af formannsembætti.

Litlir kærleikar eru milli Sigmundar og Sigurðar Inga Jóhannssonar flokksformanns. Hið sama á við um Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sem gekk hart fram gegn Sigmundi í formannsslagnum. Þau eru bæði ráðherraefni í flokknum – en er hann það?

Hvaða flokkur sem myndi láta reyna á samstarf við Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn þarf að taka tillit til þessarar stöðu og íhuga hana. Og ef þarf að kjósa upp á nýtt gætu þessi átök reynst flokknum dýrkeypt.

Það er í hæsta máta eðlilegt að fréttamaðurinn Sunna Valgerðardóttir, skyldi spyrja þegar hún fékk færi á að ræða við Sigmund. Tækifærin til þess hafa heldur ekki verið sérlega mörg upp á síðkastið, a.m.k. ekki á vinnustað þingmanna við Austurvöll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“