fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

„Við skulum bíða með að birta þetta fram yfir kosningar, það verður allt vitlaust“

Egill Helgason
Mánudaginn 31. október 2016 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætli meðlimir í Kjararáði hafi hugsað:

„Við skulum bíða með að birta þetta fram yfir kosningar, það verður allt vitlaust.“

Er það ekki? Er tilviljun að úrskurður þar sem laun stjórnmálamanna stórhækka birtist daginn eftir kosningar?

Því víst er að þetta hefði valdið ólgu og óánægju á kjördegi. Er jafnvel hugsanlegt að fleiri hefðu kosið Pírata, þann flokk sem er andkerfislegastur, ef þessar upplýsingar hefðu komið fram á föstudaginn?

En þetta er væntanlega eins og einn vinur minn skrifaði í háði:

Gott að þetta er ekki fordæmisgefandi.

En í alvöru er þetta ekki beinlínis í anda Salek samkomulagsins sem var undirritað fyrr á þessu ári, þar sem er kveðið á um „hóflegar“ kauphækkanir til launamanna. Eiginlega sýnist manni að þarna gæti hreinlega verið banabiti þess.

Hér er hækkað í stórum stökkum og um tugi prósenta, þvert á það sem segir í Salek.

Það verður kannski ekki alveg auðvelt fyrir nýja ríkisstjórn að standa gegn kröfum almennra launamanna, leikskólakennara, lögreglumanna, sjúkraliða með þetta í farteskinu, því eins og Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi, bendir á, eru lágmarkslaun á Íslandi 260 þúsund – og þarna eru margir að hækka um meira en þá upphæð.

Vilhjálmur skrifar á Facebook:

Jæja þá hefur Kjararáð kveðið upp sinn útskurð og já þar gildir ekkert Salek samkomulag sem byggist á hógværum launahækkunum. Nei þingmenn og ráðherra eru að hækka um allt að 500 þúsund á mánuði eða sem nemur tæpum tvöföldum lágmarkslaunum á einu bretti.

Hvað skyldu þeir þingmenn og ráðherrar segja núna sem hafa talað um mikilvægi þess að taka upp öguð og vönduð vinnubrögð við gerð kjarasamninga þar sem skynsemi sé höfð að leiðarljósi?

Hvað með stöðugleikan og stöðva þurfi höfrungahlaupið gildir það bara þegar almennt launafólk er að semja? Já margir frambjóðendur töluðu um fyrir þessar kosningar um mikilvægi þess fyrir kosningar að taka þyrfti upp nýtt vinnumarkaðsmódel að norrænni fyrirmynd þar sem samið verði um afar hógværar launahækkanir til að viðhalda stöðugleika og menn töluðu um að innistæða verði að vera fyrir launahækkunum. Núverandi fjármálaráðherra hefur sagt að nýtt vinnumarkaðsmódel sé brýnasta forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar. Já íslenskt verkafólk vill fá nýtt vinnumarkaðsmódel í anda þeirra krónutöluhækkana sem kjararáð er nú að skammta ráðamönnum þessara þjóðar. Ég vil minna ráðmenn á að lágmarkslaun á Íslandi eru 260 þúsund á mánuði og þau duga einungis til 15. júlí miðað við þau framfærsluviðmið sem Velferðaráðuneytið hefur gefið út.

Þessi skefjalausa hræsni sem viðgengst í þessu þjóðfélagi ríður vart við einteyming, menn sem tala um stöðugleika og stöðva þurfi höfrungahlaupið og hækka síðan sjálfir í gegnum kjararáð sem nemur tveimur verkamannalaunum á einu bretti.

Ég vil taka það skýrt fram að ég gleðst þegar launafólk hækkar í launum en það skal þá líka gilda fyrir alla ekki bara suma. Vil minna á að verkafólk hækkaði um heilar 25 þúsund krónur á mánuði í síðustu kjarasamningum og margir ráðamenn töldu það myndi leiða til óðaverðbólgu en nú fá sumir ráðamenn launahækkun sem nemur 500 þúsund á mánuði og að sjálfsögðu á það ekki að hafa nein áhrif á verðbólgu, stöðuleika né höfrungahlaup.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum