fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Þrír helstu möguleikarnir á myndun ríkisstjórnar

Egill Helgason
Mánudaginn 31. október 2016 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn: Afar naumur meirihluti og gæti fengið harða mótspyrnu í þinginu. Þyrfti að byggjast upp á því að mjög góður agi væri í liðinu og málefnasamningurinn nákvæmur, enginn þingmaður má ganga úr skaftinu. Björt framtíð gæti fengið menntamálin og umhverfismálin, Viðreisn aftur fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Björt framtíð átti viðræðum vinstra megin fyrir kosningar, en hún getur hæglega unnið með Sjálfstæðisflokki, gerir það það í Hafnarfirði og Kópavogi. Þetta myndi færa BF og Viðreisn nær hver öðru sem mótvægi við þjóðlega íhaldið sem er mjög sterkt í Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar.

Mesti höfuðverkur samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í þessari stjórn yrði glíman við hagsmunaöflin sem eru svo sterk innan Sjálfstæðisflokksins. Fregnir herma að þau vilji helst sjá Framsóknarflokkinn í þessari ríkisstjórn líka – en Viðreisn og BF geta ekki fellt sig við það. En Sjálfstæðisflokkurinn vill  helst losna við að fara í þjóðaratkvæði um áframhald viðræðna við ESB – sú atkvæðagreiðsla virkar reyndar ekki sérlega tímabær.

Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Viðreisn:  VG fengi að gera átak í heilbrigðis- og velferðarmálum, auk menntamálaráðuneytisins. Það eru til peningar, svo það ætti að vera mögulegt að gera góða og vinsæla hluti. Viðreisn fengi fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið að auki. Meirihlutinn er nægur til að stjórnin ætti að fá frið að innan, þingmenn gætu helst úr lestinni en stjórnin samt verið starfhæf.

Stjórn af þessu tagi spannar vítt svið, gæti stuðlað að friði á vinnumarkaði, enda yrðu bæði tengsl inn í samtök atvinnurekenda og verkalýðshreyfinguna. Einhvers staðar var þetta módel kallað „þjóðarsáttarstjórn“.

Víst er að í grasrót VG yrði mikil mótspyrna, þótt styttra sé milli Sjálfstæðisflokks og VG í ýmsum málum en margir halda. Katrín Jakobsdóttir yrði að fá mikið fyrir sinn snúð. Á móti má nefna að þarna virðist vera  helsti möguleiki stærsta flokksins á vinstri vængnum til að komast til áhrifa. Annars kann að bíða heldur döpur vist í stjórnarandstöðu á tíma þegar eru miklir möguleikar til uppbyggingar.

Vinstri græn, Píratar, Viðreisn, Björt framtíð, Samfylkingin.  Þessi stjórn fimm  flokka er varla í kortunum vegna þess einfaldlega að Viðreisn kærir sig líklega ekki um að vera með í henni. Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra, hún nýtur mikilla persónulegra vinsælda og það myndi hjálpa stjórninni fyrsta kastið. Þingmannafjöldinn er 34 sæti, semsagt þolanlegur meirihuti, en það gæti samt reynst erfitt þegar svo margir flokkar koma saman, ólík sjónarmið og nýtt fólk. Samfylkingin er varla stjórntæk eftir áföllin sem hún hefur orðið fyrir, það hefur verið orðað að hún kynni að veita svona stjórn hlutleysi.

Þessi stjórn myndi mæta gríðarlegri andstöðu í þinginu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mætir með 21 þingmann, þriðjung alls þingheims. Hún myndi vilja koma talsverðum kerfisbreytingum í gegn, en róðurinn yrði mjög þungur og myndi fljótt reyna á samstöðuna.

Annar möguleiki væri náttúrlega að Framsóknarflokkurinn settist í svona stjórn í stað Viðreisnar. En það virðist heldur ólíklegt. Framsóknarflokkur Sigurðar Inga og Eyglóar gæti það kannski – en Sigmundur Davíð er ennþá í þingflokknum og virkar herskár. Maður sér heldur ekki alveg fyrir sér Pírata og Framsókn saman í stjórn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum