fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Hrun Samfylkingarinnar og hliðstæðan frá Grikklandi

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. október 2016 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerir flokkur sem er með 30 prósenta fylgi í kosningum 2009, 12,9 prósent í kosningum 2013, en 5,7 prósent í kosningum 2016?

Þetta er staðan hjá Samfylkingunni. Annað eins hrun er óþekkt í sögu íslenskra stjórnmála. Flokkurinn nær inn þremur þingmönnum, þar af eru tveir þingmenn í landsbyggðarkjördæmum sem líklega fara inn vegna persónulegra vinsælda – en í fyrrverandi höfuðvígi sínu, Reykjavík, þurrkast flokkurinn út.

Helstu foringjar og talsmenn flokksins undanfarin ár missa þingsæti sín. Einungis formaðurinn er eftir á þingi og nýliðarnir tveir.

Maður heyrir vísað til Alþýðuflokksins í þessu sambandi og fylgisleysis hans á löngu tímabili. En það var þó aldrei neitt í líkingu við þetta. Viðreisnarstjórnin 1959-1971, þar sem Alþýðuflokkurinn var í löngu faðmlagi með Sjálfstæðisflokknum, féll þegar Alþýðuflokkurinn var kominn í 10,5 prósenta fylgi.

— — —

Það má líta til Grikklands til að finna hliðstæðu. Sósíaldemókrataflokkurinn Pasok var á tíma helsti valdaflokkur í Grikklandi, sat í ríkisstjórn undir forystu Andreas Papandreous og síðar Costas Simitis. Fylgi flokksins var á tíðum meira en 40 prósent.

Í kosningum 2009, þegar gríska kreppan er aðeins að byrja að gera vart við sig, fékk flokkurinn 44 prósenta fylgi. Það var miklu frekar Nea Demokratia, hliðstæðunni við Sjálfstæðisflokkinn í Grikklandi, sem var kennt um að kreppan skall á.

En svo syrti í álinn. Í tvennum kosningum 2012 fékk Pasok 13,8 prósent og svo 12,8 prósent.

Aftur var kosið tvisvar 2015. Í janúar það ár fékk flokkurinn 4,7 prósent, í september 6,3 prósent.

Pasok er ennþá til, en ekki nema skugginn af sjálfum sér. Fylgið hefur ekki risið aftur. Syriza, sem nú er ríkisstjórnarflokkurinn í Grikklandi, hirti allt af sósíaldemókrötunum sem lifa eiginlega bara af gömlum vana. Þegar á reyndi gat krataflokkurinn gamli ekki svarað kröfum um aukna róttækni, hann kom fyrir sjónir eins og hann hefði verið í þjónustuhlutverki fyrir auðvaldið.  (Það er svo annað mál að Syriza hefur nánast alveg mistekist að framfylgja stefnu sinni, hún er orðin að furðulegum grauti.)

— — —

Nú er spurning hvað verður um Samfylkinguna, er hún yfirleitt á vetur setjandi? Fylgið sem hún áður gat gert ráð fyrir hefur tvístrast á Pírata, Viðreisn og Bjarta framtíð. Þessir flokkar hafa tekið sér stöðu þar sem Samfylkingin var áður. Píratar eru býsna kratalegir í málflutningi sínum, hafa áhuga á stjórnarskrármálum eins og Samfylkingin hafði löngum en þeir eru yngri og nútímalegri;  Viðreisn er evrópu- og alþjóðasinnuð; Björt framtíð er frjálslyndur miðjuflokkur, aðeins til vinstri við miðjuna, meira hipp og kúl en Samfó.

Það eru semsagt fjórir flokkar á þessu rófi og sá elsti af þeim er minnstur. Á einhverjum tímapunkti gæti Samfylkingin kannski runnið saman við Bjarta framtíð, flokkinn sem er í raun líkastur henni, en það væru nokkuð meinleg örlög fyrir flokk sem álítur sig vera fulltrúa hinnar alþjóðlegu hreyfingar jafnaðarmanna. Svo gætu einhverjir úr Samfylkingunni náttúrlega átt heima í Vinstri grænum Katrínar Jakobsdóttur. Lengi var mikil tortryggni milli sósíalista og krata – en VG Katrínar virkar sem frekar kratískur flokkur.

Þegar flokkur er kominn svo neðarlega í fylgi og hefur tapað svo miklu virðast ekki miklar líkur á að hann nái sér á strik. Hann getur hjarað, en skírskotun hans er takmörkuð. Nú er talað um að Samfylkingin sé svo löskuð að hún geti ekki sest í stjórn, ekki einu sinni þótt í boð væri ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna plús Viðreisnar. Hins vegar er nefndur sá möguleiki að hún gæti veitt slíkri stjórn hlutleysi.

— — —

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hlýtur að vera mjög hugsi yfir þessum úrslitum. Hann leiddi Samfylkinguna til stórsigurs í kosningunum 2014. Það byggðist raunar að miklu leyti á persónulegum vinsældum hans sjálfs. Kosning hans var fremur eins og framhald af borgarstjóratíð Jóns Gnarr, helgaðist ekki af stöðu Samfylkingarinnar sem stjórnmálaafls. Nú er Samfylkingin stórskaddað vörumerki – og varla mjög freistandi fyrir Dag að bjóða sig fram í nafni þess.

 

ct8wiqvwgaa5itj

Samfylkingin stóð tæpt og kosningabarátta flokksins reyndist ekki virka heldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum