fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Bjarni Ben eða Kata Jak?

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. október 2016 01:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um það er deilt á samskiptamiðlum hvaða flokksformaður fái stjórnarmyndunarumboð. Reyndar virkar þetta þannig að ef úrslitin eru nokkuð skýr, og ljóst hverjir starfa saman, þarf ekki sérstakan atbeina forseta. En sú virðist ekki vera raunin í þetta skipti – það er líklegt að komi til kasta Guðna Th. Jóhannessonar.

Stjórnarmyndun gæti jafnvel tekið margar vikur, það er hugsanlegt að umboðið gangi milli flokksformanna, býsna langt er síðan sú staða hefur verið uppi í íslenskum stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig talsverðu fylgi, er með 30 prósent, miklu hærra en í skoðanakönnunum og er með 21 þingmann eins og staðan er klukkan tvö. Hann er langstærsti flokkurinn á þingi. Með næstum tvöfalt stærri hóp en næsti flokkur.

Vinstri græn vinna líka sigur, þau eru með 16 prósenta fylgi og 11 þingmenn. Það er vissulega mjög góður árangur – og VG hafa leiðtoga sem er mjög vinsæl.

Um þettta stendur valið í fyrstunni, aðrir koma varla til greina, Bjarni Benediktsson eða Katrín Jakobsdóttir. Bjarni vinnur mikinn persónulegan sigur í kosningunum, er algjörlega óskoraður leiðtogi flokks síns, Katrín Jakobsdóttir er foringi vinstri manna á Íslandi.

Ríkisstjórnin er fallin, en hún gæti setið áfram ef Viðreisn bættist við. Þar er semsagt möguleiki á þriggja flokka stjórn. Bjarni hlýtur að reyna það fyrst. En Viðreisn hefur þvertekið fyrir þennan möguleika, svo það er ekki sennilegt að þetta takist.

Reyndar gæti líka nægt að fá Bjarta framtíð til liðs við stjórnina, eins og staðan er nú. En BF er varla snokin fyrir því heldur.

Lækjarbrekkustjórn, sem var í kortunum í skoðanakönnunum, er ekki möguleg. Vantar talsvert upp á. Ef Katrín Jakobsdóttir fengi umboðið myndi hún væntanlega kanna með að fá Viðreisn til liðs við þetta mynstur – það yrði þá fimm flokka stjórn. Ekki er sérlega líklegt að það takist. Samfylkingin sem bíður algjört afhroð hlýtur líka að vera hikandi við að fara í ríkisstjórn.

En það veltur mikið á því hvað Viðreisn vill gera.

Kosningarnar eru ekki sérstakt ákall um uppstokkun á stjórnarskrá, ekki kvótakerfi heldur og varla um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Píratar verða líkast til utan ríkisstjórnar. Ríkisstjórnarflokkarnir sem voru samanlagt með rétt rúmlega 30 prósent í sumum skoðanakönnunum eru með yfir 40 prósent.

Sjálfur forsetinn, Guðni Th, er helsti sérfræðingur Íslands um stjórnarmyndanir. Hann er ábyggilega frekar spenntur að komast í þetta verkefni. Guðni mun sjálfsagt skoða fordæmin vel, og íhuga þetta fram og til baka, ræða við formennina, en líklegra má telja að Bjarni spreyti sig fyrstur við stjórnarmyndun, svo Katrín, ef Bjarna mistekst.

Á einhverjum seinni stigum gæti svo farið að koma sterkar upp sá möguleiki að Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir beinlínis vinni saman í ríkisstjórn. En margt verður reynt áður en það gerist. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fráhverfur samstarfi við VG, en innan VG er gríðarleg tregða að vinna með Sjálfstæðismönnum. Hún kann að vera óyfirstíganleg, jafnvel þótt hægt væri að gera málefnasamning sem VG gæti fellt sig við. En það verður að segjast eins og er að farið var að glitta í vinstri vangann á Bjarna síðustu sólarhringana fyrir kjördag.

Það er svo sérstakt rannsóknarefni hvers vegna skoðanakannanir mældu Sjálfstæðisflokkinn svo lágt en Pírata svo hátt. Aðrar tölur í könnunum standast nokkurn veginn. Eða er hugsanlegt að síðustu sólarhringana fyrir kosningar hafi orðið svona stór fylgissveifla?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum