fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Hægri og vinstri vega salt

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. október 2016 19:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakannanir eru ruglingslegar þessa dagana – og í raun ábyrgðarhluti að staðhæfa mikið út frá þeim. Það kemur skoðanakönnun að morgni og hún sýnir eitt, svo kemur skoðanakönnun um hádegið og hún sýnir annað.

Í fyrri skoðanakönnuninni sem birtist í dag er Sjálfstæðisflokkurinn nálægt kjörfylginu 2013 og þar er ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna vart möguleg, í þeirri síðari er Sjálfstæðisflokkurinn talsvert minni og ríkisstjórn Pírata, VG, Samfylkingar og BF möguleiki.

Þetta er allt frekar ruglandi en líkast til stefnir í það sem hefur legið í loftinu allt frá því farið var að ræða kosningar í haust, nefnilega að myndun ríkisstjórnar verður mjög erfið. Stjórnarkreppa gæti jafnvel verið í uppsiglingu. Ríkisstjórnin er kolfallin og nægir varla að fá Viðreisn til liðs við sig, ef svo ólíklega vildi til að hún kærði sig um það – slík stjórn myndi til dæmis hafa Sigmund Davíð Gunnlaugsson í liðinu og þurfa að stóla á að hann spilaði með.

„Umbótastjórnin“ svonefnd (Píratar, VG, Samfylking og BF) er varla inni í myndinni heldur. Nái þessir flokkar meirihluta verður hann svo naumur að slík stjórn yrði fjarska ótraust. Hún er varla á vetur setjandi ef meirihlutinn er ekki nema eitt þingsæti eða svo. „Villikettir“ síðasta kjörtímabils eru vinstri flokkunum í fersku minni – hver veit hvaða kettir kunna að leynast í þingliði sem er fullt af óreyndu fólki?

Varla hjálpar að Píratar árétta nú skilyrði um að næsta kjörtímabil verði stutt, semsagt að líftími næstu stjórnar verði „eitt og hálft ár eða tvö og hálft ár“ eins og Birgitta Jónsdóttir segir í viðtali við RÚV. Þetta er nokkuð sem hugsanlegir samstarfsflokkar Pírata hafa sáralítinn áhuga á og þeim finnst ekki þægilegt að Píratar tali um þetta sem „skilyrði“ fyrir stjórnarsamstarfi.

Eins og árar í stjórnmálum þar sem ríkisstjórnir eru fljótar að verða fjarskalega óvinsælar – ekki bara á Íslandi heldur víðar í veröldinni – getur þetta virkað eins og ávísun á ótímabært valdaafsal. Það eru eiginlega meiri líkur á því en minni að eftir stutt kjörtímabil komist „hinir“ að.

Eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir fóru að ráða ráðum sínum um stjórnarmyndun er ekki óeðlilegt að líta svo á að hér vegi salt hægri og vinstri vængur. Annars vegar Píratar, VG, Samfylking og BF sem fara þá saman í stjórn ef þeir geta, hins vegar Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Viðreisn. Annar hvor vængurinn verður með meirihluta eftir kosningarnar á laugardaginn, en hann verður væntanlega mjög naumur.

Þetta gæti verið ávísun á að langan tíma taki að mynda ríkisstjórn eða jafnvel stjórnarkreppu. Guðni forseti gæti þurft að grípa í taumanna. Og einhvern tíma í ferlinu gætu farið að koma í ljós ríkisstjórnarmynstur sem ekki blasa við í kortunum núna og sem flokksforingjar jafnvel þverneita að komi til greina.

Annars gæti hreinlega stefnt í að kosið verði aftur á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum