fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Hinar ofurvinsælu bækur Jeffs Kinney

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. október 2016 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal gesta í Kiljunni í kvöld er mjög athyglisverður höfundur, einn mesti metsöluhöfundur sem nú er uppi. Hann heitir Jeff Kinney, er Bandaríkjamaður, bæði rithöfundur og skopmyndateiknari, en hermt er að bækur hans hafi selst í 165 milljónum eintaka – og sú tala fer ört hækkandi.

Bókaflokkur Kinneys heitir Diary of a Wimpy Kid, það kemur ný bók um hver jól og hún fer undantekningalaust í efsta sæti metsölulista í Bandaríkjunum. Hér á Íslandi hafa bækurnar verið að koma út undir heitinu Dagbók Kidda klaufa. Þetta eru hugsanlega vinsælustu barnabækur heims síðan á tíma Harrys Potter.

Afrek Kinneys er ekki síst að fá börn til að lesa sem almennt hneigjast kannski ekki sérstaklega til lestrar. Bækurnar hans eru með stóru letri, þær eru með skemmtilegum myndum, hann segir sjálfur að þær byggi á bröndurum sem hann tengir saman, þeir þurfa að vera meira en þrjú hundruð talsins til að bókin gangi upp að hans sögn.

Húmorinn er hlýlegur, söguhetjurnar Greg Heffley og vinur hans Rowley, eru venjulegir strákar, kannski frekar nördar en hitt. Uppátæki þeirra heppnast ekki alltaf. Það kemur ekki á óvart að Kinney sjálfur er afar viðkunnanlegur maður eins og sjá má í viðtalinu í Kiljunni.

Það gengur á með ýmiss konar lestrarátökum. Sífellt er verið að segja börnum að þau þurfi að lesa meira og foreldrum er uppálagt að halda að þeim bókum. En þá er líka spurning um lesefni – að finna bækur sem börnin vilja lesa og færa þeim heim sanninn um að lestur sé ánægjulegur. Stundum má jafnvel tala meira um bækurnar sjálfar og minna um gildi lestrar sem slíks.

Bækur Jeffs Kinney eru sérlega gagnlegar í þessu sambandi. Víða um heim á ferðalögum hef ég séð börn niðursokkin í þær. Kvikmyndir hafa reyndar líka verið gerðar eftir þeim.

Ég læt þess svo getið að Diary of a Wimpy Kid bækurnar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá Kára syni mínum sem hefur fengið þær í jólagjöf síðan hann var lítill strákur og ávallt gleypt þær í sig á jólanótt – svo er líka um mörg börn í Ameríku.
url

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum