fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Píratar taka frumkvæðið

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. október 2016 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Íslandi hafa flokkar nær alltaf gengið „óbundnir“ til kosninga eins og það er kallað. Það er kosið og svo setjast flokksformenn niður eftir kosningarnar og semja á sín á milli um stefnu ríkisstjórnar, mál ganga kaupum og sölum – stefnan frá því fyrir kosningar er útvötnuð og jafnvel svikin, það er beinlínis innbyggt í kerfið.

Víðast á Norðurlöndunum er þetta öðruvísi. Kjósendur vita nokkurn veginn hvaða flokkar muni starfa saman eftir kosningar. Þar verða líka yfirleitt „hrein stjórnarskipti“. Fyrri stjórn hverfur frá með manni og mús, alveg ný tekur við. Þar þekkjast reyndar líka minnihlutastjórnir sem geta orðið langlífar, nokkuð sem er alveg óþekkt hér.

Hrein stjórnarskipti urðu reyndar hér í síðustu kosningum, en venjan er samt önnur, yfirleitt hefur einhver flokkur úr fyrri ríkisstjórn náð að semja sig inn í þá næstu.

Útspil Pírata frá því í morgun myndi semsagt ekki stinga í stúf við norræna hefð, en á Íslandi eru þetta nýmæli. Píratar segjast vilja mynda ríkisstjórn með flokkunum sem eru í stjórnarandstöðu auk Viðreisnar en útiloka samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka, Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta myndi þýða „hrein stjórnarskipti“.

Þeir útlista nokkur stefnumál sem eru forsenda þess að þeir taki þátt í ríkisstjórn. Stjórnarskrá, öðruvísi dreifing arðs af auðlindum, gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta, átak gegn spillingu.

 

14435257_10155345999424251_6493530379598123569_o

 

Píratarnir segjast vera tilbúnir í viðræður um myndun ríkisstjórnar fyrir kosningarnar. Þarna hafa þeir tekið allmikið frumkvæði í kosningabaráttunni. Það þarf ekkert sérstaklega að efast um heilindi Píratanna í þessu, en þetta kann líka að vera klókt, þeir stilla öðrum flokkum dálítið upp við  vegg og gæti jafnvel náð að draga aðeins úr fylgisflóttanum sem liggur frá Pírötum.

Nú verður forvitnilegt að sjá viðbrögð annarra flokka við þessu framtaki Pírata. Spila hinir flokkarnir sem Píratar boða til stjórnarsamsarfs með, Vinstri græn, Samfylking, Björt framtíð og Viðreisn? Þeir geta varla sagt nei en gætu reynt að humma þetta fram af sér. Sérstaklega sýnist manni þetta setja þrýsting á Viðreisn.

Auðvitað gætu einhverjir úr þessum flokkum firrst við og talið að með þessu séu Píratar að sýna yfirlæti, á einum stað sá ég notað gríska orðið hubris. Einhverjir gagnrýna kannski hvað þetta er seint til komið, innan við tveimur vikum fyrir kosningar. Það er semsagt líka möguleiki að þetta virki öfugt, sundri fremur en sameini, gæti jafnvel orðið vatn á myllu andstæðinga.

 

screen-shot-2016-10-16-at-12-13-49

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði