fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Dylan í meðförum annarra listamanna

Egill Helgason
Laugardaginn 15. október 2016 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Listinn yfir söngvara og tónlistarmenn sem hafa leikið lög eftir Bob Dylan er ótrúlega langur. Það byrjar eiginlega strax og hann gefur út fyrstu plötu sína, hann skrifaði prógramm þjóðlagasöngvaranna eiginlega upp á nýtt, og síðan berst tónlistin hans út í kántríið, poppið, rokkið og heldur áfram alveg fram á þennan dag.

Hér eru nokkur dæmi um listamenn sem hafa leikið lög eftir Dylan. Þau eru misjafnlega fræg, upptökurnar spanna marga áratugi. En þetta er bara brot. Mörg lögin hérna að neðan hafa verið leikin af ótölulegum fjölda listamanna. Neðst sjáum við smá lista yfir flytjendur sem hafa spilað lög eftir Dylan.

 

Van Morrison og Them. It’s All Over Now Baby Blue. Upptaka frá 1966,  lag frá 1965. Van Morrison sagði að Dylan hefði haft ótrúleg áhrif á sig. Hann hefði séð The Freewhelin’ Bob Dylan í plötubúð og hugsað að þarna væri loks kominn maður sem væri ekki að syngja um „the moon in June“. Þetta opnaði allt upp á gátt. Útgáfa hljómsveitarinnar frá Belfast er skemmtilega pönkuð.

 

Sam Cooke, Blowing in The Wind. Upptaka frá 1964, lagið kom út 1963. Útgáfan með Stevie Wonder, þá barnungum, er miklu frægari, en þessi er í raun áhugaverðari. Sam Cooke dó skömmu síðar.

 

Johnny Cash og June Carter, It Ain’t Me, Babe. Upptaka frá 1965, lag frá 1964. Kánrímúsíkantar voru fljótir að kveikja á tónlist Dylans og þeir Johnny Cash urðu vinir. Það er sagt að þegar þeir hittust fyrst hafi Dylan, sem er ekki hár á lofti, gengið í kringum hið hávaxna glæsimenni Cash og sagt Vá!

 

https://www.youtube.com/watch?v=FHUtKM_mLmA

Nina Simone, The Ballad Of Hollis Brown. Upptaka frá 1966,  lag frá 1964. Þetta er blúslag, sungið af tilfinningu af söngkonunni frábæru.

 

Jimi Hendrix, All Along the Watchtower. Upptaka frá 1968, lag frá 1967. Útgáfa Hendrix varð miklu frægari en Dylanútgáfan sem er á plötunni John Wesley Harding. Hugsanlega frægasta Hendrixlagið.

 

Richie Havens, Just Like a Woman. Upptaka frá 1992, lag frá 1966. Havens fór einstaklega vel með Dylanlög, leyfði sér að dýpka tilfinningarnar í þeim, þetta er af tónleikum sem voru haldnir í New York til að minnast þess að 30 ár voru síðan Dylan gaf út fyrstu plötuna.

 

The Band, When I Paint My Masterpiece. Upptaka frá 1971. Bandið spilaði lengi með Dylan og þeir gáfu þetta lag fyrst út. Gamansöm saga um ungan Bandríkjamann með listamannsdrauma sem ferðast til Evrópu.

 

The Clancy Brothers and Tommy Makem, When the Ship Comes In. Upptaka frá 1992, lag frá 1964. Hafið þið heyrt Dylan með írskum hreim? spyr Liam Clancy, sem varð vinur Dylan þegar hann kom fyrst til New York. Írinn var eldri og sagði einhvern tíma að strákurinn hefði alltaf verið að sniglast í kringum sig og stundum verið þreytandi. Lagið er dramatísk lýsing á siglingu skips, virkar eins og stór allegóría, en Joan Baez sagði að Dylan hefði samið það til að ná sér niðri á hótelstarfsmanni sem var dónalegur við hann.

 

Jeff Buckley, Mama, You´ve Been on My Mind. Upptaka frá 1994, lag frá 1964. Jeff Buckley fer frábærlega með þetta ástar- og saknaðarljóð. Það er líka til ansi góð útgáfa með Rod Stewart.

 

Tracy Chapman, The Times They Are a Changin’. Upptaka frá 1992, lag frá 1964. Þetta er líka frá útgáfuafmælistónleikunum í Madison Garden 1992. Textinn verður sterkur í munni þessarar ungu konu. Munum að hann er saminn í hinum skelfilegu kynþáttaátökum sem voru í Bandaríkjunum á fyrri hluta sjöunda áratugsins.

 

Brian Ferry: A Hard Rain’s a-Gonna Fall. Upptaka frá 2007, lag frá 1962. Brian Ferry gaf út heila plötu með lögum Dylans og kallaði Dylanesque.

 

Pearl Jam, Masters of War. Upptaka frá 2004, lag frá 1963. Texti sem er reiðilestur yfir stríðsherrum heimsins og Eddie Vedder er mikið niðri fyrir.

 

Calexico og Jim James, Goin’ to Acapulco. Upptaka frá 2007, lag frá 1967. Úr skringilegri kvikmynd sem nefndist I’m Not There en þar léku ýmsir leikarar mismunandi útgáfur af Dylan. Lagið er lítt þekkt en er af hinum sögufrægu Basement Tapes sem Dylan gerði með The Band en fóru ekki að koma út fyrr en löngu eftir að þeir tóku upp lögin.

 

The White Stripes, One More Cup of Coffee. Upptaka frá 1999, lag frá 1976. Mjög hrá útgáfa af lagi af Desire plötunni.

 

https://www.youtube.com/watch?v=cNpCx_TDO24

Antony and the Johnsons, Knocking on Heaven’s Door. Upptaka frá 2007, lag frá 1973.  Frægara í útgáfu Guns’N Roses. Lagið er upprunalega úr kvikmyndinni Pat Garrett & Billy The Kid eftir Sam Peckinpah. Þar lék Dylan aukahlutverk á móti James Coburn og Kris Kristofferson.

 

Adele, Make You Feel My Love. Upptaka frá 2008, lag frá 1997. Billy Joel hljóðritaði lagið á undan Dylan sem setti það á plötuna Time Out of Mind sem var gríðarlegt kombakk fyrir hann. Kántrísöngvarinn Garth Brooks hefur líka sungið lagið á plötu en Adele gerði það gríðarlega vinsælt.

 

Á þessari síðu má svo sjá lista yfir tónlistarmenn sem hafa flutt lög eftir Dylan.

Það má nefna Joan Baez, Pete Seeger, The Byrds, Marlene Dietrich, The Animals, The Band, Glen Campbell, Sam Cooke, Burl Ives, The Hollies, Johnny Cash, Harry Belafonte, Gerry Mulligan, Stevie Wonder, Elvis Presley, The Beatles, Etta James, Carl Perkins, The Everly Brothers, Richie Havens, Nina Simone, Eric Clapton, Jimi Hendrix, George Harrison, Fairport Convention, Stephen Stills, Manfred Mann, Maria Muldaur,  Van Morrison, Kris Kristofferson, Neil Young, Duke Ellington, Janis Joplin, Leon Russell, Rod Stewart, The Rolling Stones, Grateful Dead, Joe Cocker, Carly Simon, Yes, Judy Collins, Duane Eddy, Emmylou Harris, Lou Reed, Tom Petty, Billy Joel, Roger Waters, Solomon Burke, Bruce Springsteen, Stevie Nicks, Jackson Browne, Willie Nelson, Linda Ronstadt, Keith Jarrett, The Flying Burrito Brothers, Marianne Faithfull, Bette Midler, David Bowie, Paul Weller, Elvis Costello, Siouxie and the Banshees, Patti Smith, Sonic Youth, Nick Cave, Jeff Buckley, P.J. Harvey, Rage Against the Machine, Simply Red, Sheryl Crow, Red Hot Chili Peppers,  Duran Duran, Brian Ferry, Tracy Chapman, XTC, Garth Brooks, Norah Jones,  Guns N´Roses, The Black Crowes, Pearl Jam, Beck, Diana Krall, Antony and the Johnsons, Alicia Keys, Sufjan Stevens, Kelly Clarkson, Miley Cyrus, The White Stripes og Adele.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði