fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Olían, Bakki og tvískinnungurinn

Egill Helgason
Föstudaginn 14. október 2016 07:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við eigum að láta olíu sem kann að finnast á íslensku svæði eiga sig. Það er svo einfalt.

Ef við þessi ríka þjóð getum það ekki, hvað þá með hina? Með olíuvinnslu værum við í raun að lýsa því yfir að okkur og öðrum sé heimilt að eyðileggja náttúru jarðarinnar og loftslagið hennar að vild.

Við getum rifjað upp skilyrðislausa skylduboðið sem og er grundvöllurinn að siðfræði Immanúels Kants, eins helsta heimspekings sögunnar: Gerðu aðeins þá hluti sem þú getur hugsað þér að verði að almennri reglu. Semsagt – ef allir breyttu eins og þú, hvernig myndi veröldin þá líta út? Ef við teljum okkur mega subba út, getum við þá meinað öðrum að gera það?

Það sýnir hræsnina og tvískinnunginn í Íslenskum stjórnmálum að olíuleyfi – sem nú er sagt að ekki sé hægt að afturkalla nema með því að borga Kínverjum stórkostlegar skaðabætur, því það eru Kínverjar og engir aðrir sem við hleyptum í þettta – að það voru Samfylikingin og Vinstri græn sem veittu leyfin þegar þessir flokkar voru í ríkisstjórn.

En nú vilja Samfylkingin og Vinstri græn ekki standa við þetta. Það hentaði þegar flokkarnir voru í ríkisstjórn en það hentar ekki þegar þeir standa utan hennar.

Stóriðjan á Bakka við Húsavík er svo annað dæmi. Það verkefni fór í gang með sérstakri fyrirgreiðslu á tíma ríkisstjórnar Samfykingar og VG, ívilnanirar skipta milljörðum en nú fagna flokkarnir því þegar alls kyns stjórnsýslulegar tafir verða á verkefninu.

Þá voru þeir með, nú eru þeir á móti. Þetta er dæmi um hvernig menn og flokkar haga sér með misjöfnum hætti eftir þvi hvaða stöðu þeir eru í.

En hvað varðar olíuna þá hafa Íslendingar einstakt tækifæri til að einbeita sér að hreinum orkugjöfum. Öll skynsemisrök hníga í þá áttina. Olíuþjóðin mikla Noregur sér fram á mögur ár vegna lágs olíuverðs og samdráttar í olíuviðskiptum. Það er að renna upp nýr tími, vinnuafl er hætt að streyma til Noregs, nú þarf að fara að eyða úr olíusjóðnu, Solberg forsætisráðherra segir Norðmönnum að herða ólina og Fylkisflokknum er þrotið örindið.

Í umræðum á Facebook dregur Haraldur R. Ingvason náttúrufræðingur þetta saman á einfaldan og hógværan hátt:

Hér koma saman nokkrir hlutir. Sá fyrsti er ímynd landsins. Við stærum okkur af þeirri staðreynd að megnið af orkunotkun okkar byggir á endurnýjanlegum orkugjöfum. Það á ekki við um samgöngur og skip, en þar er verið að huga að lausnum. Sumum þykir stílbrjótur ef við ætlum á sama tíma að verða olíuútflyjendur. Næsta mál er svo losun gróðurhúsalofttegunda. Þar erum við sennilega þegar búin að missa af lestinni og stefnum í hlýnun loftslags og súrnun sjávar sem aftur mun hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir börn okkar og baranbörn. Því meiri losun, því afdrifaríkari afleiðingar. Spurningin er hvoru megin á vogarskálina ætlum við að legga okkar litla lóð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði