fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Norðurljós – líka þegar er skýjað

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. september 2016 23:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var yngri var aldrei talað neitt sérstaklega um norðurljós. Þau bara voru þarna og maður var ekkert mikið að pæla í þeim. Það eru ferðamenn sem uppgötvuðu norðurljósin og líka myndavélar sem taka af þeim ljósmyndir þannig að þau virðast mikilfenglegri en þau eru þegar mannsaugað sér þau. Miklu stærri og litríkari. Ég veit ekki hvernig menn fara að því en það hefur eitthvað með ljósopið að gera. Þegar farið var að deila þessum myndum Facebook magnaðist orðspor norðurljósanna magnast upp. Þau urðu mjög fræg.

Áðan ók ég í gegnum myrkvaða borg. Taldi mig góðan að keyra ekki niður gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn í mykvuninni sem efnt var til svo borgarbúar gætu séð norðurljósin. Þegar þetta er skrifað örlar enn ekki á þeim. Rússneski sendiráðsmaðurinn sem var orðinn óþolinmóður yfir hægaganginum á Nesveginum og sveigði á mikilli ferð milli bíla var ekki að hugsa um öryggi neins. Hann var greinilega leiður á þessu og vildi flýta sér heim.

En ferðamenn eru mjög spenntir fyrir norðurljósum. Þeir koma gagngert hingað til að skoða þau. Það er ekki á vísan að róa, því oft eru engin norðurljós. Ég hef heyrt af norðurljósaferðum þar sem er ekið frá Reykjavík alla leið norður yfir Holtavörðuheiði ef engin ljós finnast á næturhimninum sunnan heiða. Margir hljóta að verða fyrir vonbrigðum.

Einu sinni var gert grín að Einari Benediktssyni fyrir að vilja selja norðurljós. Nú eru þau einn aðal söluvarningur Íslands. Hér á Google má finna mikið framboð af norðurljósaferðum. En ég sé á netinu að þær eru líka farnar til Noregs.

Ég var á hóteli á Suðurlandi síðsumars þegar komst upp sá kvittur að kynnu að verða norðurlljós um nóttina. Það var eins og við manninn mælt, það færðist tryllingur yfir hótelgesti, þeir sátu dúðaðir úti og mændu í himininn, svo var eilíft bank og hurðaskellir um nóttina hjá fólki sem vildi láta vekja sig til norðurljósa.

Vandinn var bara að það var alskýjað þessa nótt. Um morguninn máttu starfsmenn sitja undir skömmum og ópum gesta sem fannst eins og þeir hefðu verið plataðir. Við vorum einu Íslendingarnir á hótelinu og létum lítið fyrir okkur fara.

Það er heldur ekki víst að menn þekki norðurljós þegar þeir sjá þau. Síðastliðið haust gekk ég fram á hóp af erlendum ferðamönnum sem virtu í aðdáun fyrir sér norðurljós yfir bænum. Ég vildi ekki eyðileggja neitt, svo ég lét vera að benda þeim á að þetta væri friðarsúla Yoko Ono.

Hér er svo norðurljósakaflinn úr kvikmynd sem ég held mikið upp á, Local Hero. Norðurljósin koma inn á sirka 1,50 og nær svo hámarki þegar þeim er lýst í síma frá Skotlandi yfir til Bandaríkjanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði