fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Framsókn er bíó

Egill Helgason
Mánudaginn 26. september 2016 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir að fara að kjósa Framsóknarflokkinn, langt í frá. En það er ljóst að hann verður stanslaust í fréttum næstu vikurnar – og kannski alveg fram að kjördegi. Aðrir flokkar munu ekki fá viðlíka athygli.

Vissulega verður hún ekki öll jákvæð, þetta eru fréttir af átökum, deilum og svikabrigslum – en samt, Framsókn verður efst á baugi.

Flokksþingið er um næstu helgi og formannskjörið en síðan þarf að vinna úr úrslitunum – ólíklegt er að það gangi þegjandi og hljóðalaust fyrir sig.

Framsókn stefnir kannski ekki í kosningasigur, en það er ljóst að flokkurinn á sviðið. Þetta er bíó og við erum öll að horfa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?